Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2015 16:45 Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Daníel Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“ Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“
Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50