Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2015 16:45 Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Daníel Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“ Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill rannsókn á aðgerðum íslenskra stjórnvalda gagnvart íslenskum konum hernámsárunum á síðustu öld. Katrín lagði þetta til í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingi í dag þar sem hún óskaði eftir svari frá innanríkisráðherra vegna málsins. Katrín beindi sjónum sínum að þessu málefni í tilefni af sýningu heimildarmyndarinnar Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum þar sem farið er yfir þær aðstæður sem urðu til þess að fjöldi ungra stúlkna var vistaður á vinnuhæli á Kleppjárnsreykjum. „Þær aðstæður voru, eins og hv. þingmönnum er auðvitað kunnugt um, hernámið 1940 sem olli þvílíkum usla í íslensku samfélagi að gripið var til ótrúlegra ráðstafana til að stöðva samskipti þessara stúlkna sem voru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum upp í konur á sjötugsaldri, við hina erlendu hermenn. Það var meira að segja gengið svo langt að setja neyðarlög til að lækka sjálfræðisaldur úr 20 árum sem þá var niður í 16 ár til að hægt væri að koma höndum yfir þessar ungu konur sem margar hverjar voru af fátækum heimilum, börn einstæðra foreldra. Þær voru sendar í sveit eða á hælið á Kleppsjárnsreykjum og umfjöllunin var öll einstaklega stóryrt. Sett var á laggirnar sérstök ástandsnefnd og rætt um hættulegar vændiskonur sem þyrfti að taka úr umferð,“ sagði Katrín á þingi. Hún sagði ástandið og fylgifiska þess áhugavert mál sem nú sé til umræðu. Ekki sé aðeins fjallað um það í þessari heimildarmynd heldur sé einnig verið að vinna að sagnfræðirannsóknum hér og þar um þessar konur, saga sem aldrei hefur verið almennilega sögð að sögn Katrínar. „Því hef ég ákveðið að leggja fram fyrirspurn til hæstv. innanríkisráðherra sem verður dreift þannig að hæstv. innanríkisráðherra hefur tíma til að bregðast við og íhuga málið. Í fyrsta lagi tel ég einboðið að vistheimilanefnd taki upp þetta mál og fari yfir atburðina sem urðu á hælinu á Kleppjárnsreykjum og hins vegar er annað mál sem líka skiptir máli; að ráðist verði í rannsókn á afskiptum stjórnvalda, þeim njósnum sem staðið var fyrir, þeim úrræðum sem gripið var til og þessar stúlkur voru beittar því ég tel að það sé löngu orðið tímabært. Þessi heimildarmynd og þær rannsóknir sem nú eru í umræðu sýna okkur að við tökum á þessum svarta bletti í sögunni.“
Tengdar fréttir Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50