Verðtrygginguna burt Helga Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar