Auðkýfingur ætlar að gefa 99 prósent eigna sinna í þróunaraðstoð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 19:16 Manoj Bargava segist ekki þurfa peningana sem hann hefur unnið sér inn. mynd/youtube Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hinn indversk-bandaríski Manoj Bhargava er ekki aðeins pirrandi maðurinn sem birtist í stuttum auglýsingum á undan Youtube myndböndum. Hann skapaði drykkinn 5-hour energy drink og hefur á stuttum tíma eignast gífurlegan auð. Þennan auð hyggst hann nú til að bæta stöðu heimsins. Á undanförnum fimm árum hefur hann gefið tæpar fimmtíu milljónir dollara til góðgerðamála en eigur hans eru taldar um fjórir milljarðar dollara eða tæpir 500 milljarðar íslenskra króna. Bhargava telur að hann þurfi ekki nema tæplega prósent af því til að komast af og hefur ákveðið að nýta afganginn til að finna tækninýjungar á sviði orku-, heilbrigðis- og náttúrumála. „Ef að þú átt peninga þá er það skylda þín til að gefa til þeirra sem eiga hann ekki,“ segir Bhargava. „Þú verður að breyta lífi þeirra sem minna mega sín og ekki aðeins tala um það.“ Meðal þess sem verkfræðingar hans hafa skapað eru síur sem geta búið til drykkjarvatn úr sjó á ódýrari og orkuminni hátt en hægt hefur verið hingað til. Einnig hafa þeir skapað lítinn rafal sem er knúinn áfram af þér sjálfum. Hjólir þú í klukkustund áttu orku sem dugir í 24 klukkustundir. Hægt er að sjá stiklu úr um Bhargava hér að neðan.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira