Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2015 13:05 Þeim áfanga verður náð í dag að fjórði milljónasti farþeginn fer um flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er algert met. Það stefnir í að farþegum um flugstöðina fjölgi um 25 prósent á þessu ári. Gríðarleg fjölgun hefur verið á farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar á undanförnum árum og hafa nánast allar spár um fjölgun milli ára reynst rangar, það er að segja of varkárar. Enda hefur Ísavía kynnt áætlanir um mikla stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á næstu fimm til sex árum. Í miðjum verkfallsaðgerðum gerast síðan söguleg tíðindi á Keflavíkurflugvelli í dag. „Já, það er núna í fyrsta sinn sem fjórði fjórmilljónasti farþeginn fer um flugstöðina (innan eins árs). Það verður einhvern tíma í dag. Við sitjum bara við teljarann og fylgjumst með,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía. Allt árið í fyrra fóru 3,8 milljónir farþega um flugstöðina; það er að segja farþegar til og frá Íslandi sem og tengifarþegar. Og það verður tekið vel á móti fjórða milljónasta farþeganum. „Já, það verður tekið vel á móti honum. Með blómum og glaðningi frá okkur hjá Ísavía,“ segir Guðni. Ef þessi fjölgun haldi áfram út árið upp á um 25 prósent muni fjórar milljónir sjöhundruð og fimmtíu þúsund farþegar fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessu ári. Spár gera síðan ráð fyrir að farþegar verði sex milljónir á næsta ári, tveimur árum fyrr en eldri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Þeim áfanga verður náð í dag að fjórði milljónasti farþeginn fer um flugstöð Leifs Eiríkssonar sem er algert met. Það stefnir í að farþegum um flugstöðina fjölgi um 25 prósent á þessu ári. Gríðarleg fjölgun hefur verið á farþegum um flugstöð Leifs Eiríkssonar á undanförnum árum og hafa nánast allar spár um fjölgun milli ára reynst rangar, það er að segja of varkárar. Enda hefur Ísavía kynnt áætlanir um mikla stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á næstu fimm til sex árum. Í miðjum verkfallsaðgerðum gerast síðan söguleg tíðindi á Keflavíkurflugvelli í dag. „Já, það er núna í fyrsta sinn sem fjórði fjórmilljónasti farþeginn fer um flugstöðina (innan eins árs). Það verður einhvern tíma í dag. Við sitjum bara við teljarann og fylgjumst með,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía. Allt árið í fyrra fóru 3,8 milljónir farþega um flugstöðina; það er að segja farþegar til og frá Íslandi sem og tengifarþegar. Og það verður tekið vel á móti fjórða milljónasta farþeganum. „Já, það verður tekið vel á móti honum. Með blómum og glaðningi frá okkur hjá Ísavía,“ segir Guðni. Ef þessi fjölgun haldi áfram út árið upp á um 25 prósent muni fjórar milljónir sjöhundruð og fimmtíu þúsund farþegar fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessu ári. Spár gera síðan ráð fyrir að farþegar verði sex milljónir á næsta ári, tveimur árum fyrr en eldri áætlanir gerðu ráð fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira