Grimmasti Volvoinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 14:40 Volvo hefur ákveðið að snúa aftur í FIA World Touring Car Championship (WTCC) keppnisröðina og það með stíl. Volvo mun tefla fram þessum S60 Polestar TC1 keppnisbíl sem lítur út fyrir að vera grimmasti bíll sem Volvo hefur nokkurntíma sent frá sér. Ef til vill eru ekki margir sem muna eftir því að Volvo var á tíma með mikla yfirburði í touring keppnum á níunda áratug síðustu aldar með Volvo 240 Turbo race bílum sínum. Þessi nýi S60 Polestar bíll er 400 hestöfl og er með nýju Drive-E vél Volvo. Volvo gerir ráð fyrir því að þessum bíl verði teflt fram í nokkur ár í WTCC keppnunum og hefur mikla trú á getu hans. Polestar Cyan Racing er keppnislið á vegum Polestar, sem er breytingafyrirtæki Volvo. Liðið var stofnað árið 1996 og hefur unnið margar aksturskeppnirnar síðan. Polestar Cyan Racing mun semsagt keppa á þessum nýja bíl og ætlar að gera atlögu að sigrí í WTCC á næsta keppnistímabili. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Volvo hefur ákveðið að snúa aftur í FIA World Touring Car Championship (WTCC) keppnisröðina og það með stíl. Volvo mun tefla fram þessum S60 Polestar TC1 keppnisbíl sem lítur út fyrir að vera grimmasti bíll sem Volvo hefur nokkurntíma sent frá sér. Ef til vill eru ekki margir sem muna eftir því að Volvo var á tíma með mikla yfirburði í touring keppnum á níunda áratug síðustu aldar með Volvo 240 Turbo race bílum sínum. Þessi nýi S60 Polestar bíll er 400 hestöfl og er með nýju Drive-E vél Volvo. Volvo gerir ráð fyrir því að þessum bíl verði teflt fram í nokkur ár í WTCC keppnunum og hefur mikla trú á getu hans. Polestar Cyan Racing er keppnislið á vegum Polestar, sem er breytingafyrirtæki Volvo. Liðið var stofnað árið 1996 og hefur unnið margar aksturskeppnirnar síðan. Polestar Cyan Racing mun semsagt keppa á þessum nýja bíl og ætlar að gera atlögu að sigrí í WTCC á næsta keppnistímabili.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent