Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Tindastóll 90-103 | Tindastóll hafði betur í Breiðholtinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2015 22:15 Darrell Lewis, sem skoraði 37 stig í kvöld, sækir að körfu ÍR-inga. vísir/vilhelm Tindastóll hóf tímabilið á því að vinna ÍR á sterkum útivelli í Seljaskóla í Breiðholti. ÍR-ingar voru skrefi á eftir allan leikinn en héldu þó lífi í leiknum allt til loka. Staðan í hálfleik var 51-42, Tindastóli í vil. Tindastóll lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor og mætir til leiks með nánast sama leikmannahóp en nýjan þjálfara. Það var ekki annað að sjá á Stólunum að þeir hefðu aðlagast leikstíl nýja þjálfarans vel. ÍR-ingar mættu til leiks af mikilli ákefð og fengu fimmtán villur strax í fyrri hálfleik. Það var meiri agi á leik ÍR í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Þrátt fyrir að gestirnir enduðu á því að lenda í miklum villuvandræðum með fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum sínum náði þjálfarinn Pieti Koikola að nýta leikmannahóp sinn vel. Níu leikmenn Tindastóls komust á blað í kvöld. Darrel Lewis skoraði 35 stig fyrir Tindastól í kvöld en nafni hans Flake kláraði leikinn á næstsíðustu mínútu leiksins, er hann varði skot Hamid Dicko og skoraði svo sjálfur úr upphlaupinu og kom Tindastóli þrettán stigum yfir. Jonathan Mitchell skoraði 21 stig fyrir ÍR. Það stefndi í óefni fyrir ÍR-inga hvað villusöfnun varðar strax í upphafi leiks en eftir að liðið skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta náðu heimamenn að snúa þeirri þróun við. Lewis, sem hafði farið á kostum í fyrri hálfleik og skoraði 24 stig, hafði hægt um sig í þriðja leikhluta og náðu heimamenn að minnka muninn í fjögur stig. Helgi Freyr Margeirsson sá þó til þess að Breiðhyltingar kæmust ekki nær þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur með skömmu millibili. Hann hafði klikkað á fyrstu þremur skotum sínum í leiknum en lét ekki segjast og nýtti öll hin fjögur skotin sem hann tók í leiknum - öll utan þriggja stiga línunnar og öll í seinni hálfleik. Tindastóll fékk framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld enda nýtti finnski þjálfarinn leikmannahóp sinn mjög vel. Frammistaðan hjá Tindastóli lofaði góðu í kvöld, ekki síst þar sem að Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill var ekki með liðinu í þessum leik. Það má gera ráð fyrir því að hann muni styrkja Tindastól mikið þegar hann fer af stað. ÍR-ingar gáfust aldrei upp enda mikil barátta í þessu liði, sérstaklega á heimavelli. Björgvin Ríkharðsson kom afar sterkur inn eftir erfið meiðsli og gladdi augað með skemmtilegum tilþrifum. Oddur Rúnar Kristjánsson átti fína kafla í kvöld, Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell á meira inni en þeir Sveinbjörn Claessen og Kristján Andrésson skiluðu báðir sínu í kvöld.Björgvin: Hef beðið í ár eftir alvöru leik Björgvin Ríkharðsson átti góðan leik fyrir ÍR í kvöld en er kominn aftur á fullt eftir langa fjarveru vegna meiðsla. ÍR tapaði þó fyrir Tindastóli í kvöld en Björgvin segir að Breiðhyltingar geti betur en þeir sýndu í kvöld. „Við eigum alltaf meiri inni. Við þurfum að spila betri vörn og þá kemur sóknin af sjálfu sér. En Stólarnir voru bara betri í kvöld og voru fastir fyrir þó svo að þá vanti Kana.“ „Við lentum í villuvandræðum í leiknum og vorum alltaf að elta. Við náðum að koma til baka nokkrum sinnum en þeir náðu að klára þetta að lokum.“ Björgvin er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband í hné og var meðal bestu leikmanna ÍR í kvöld. „Ég er hef beðið lengi eftir alvöru leik, næstum því ár núna. Það er frábært að koma aftur inn,“ sagði Björgvin sem tróð þrisvar sinnum í leiknum. „Þegar maður fær opið færi í hraðaupphlaupi þá treður maður,“ sagði hann og brosti.Darrel Lewis: Ég brosa því ég er með fallegar tennur Darrel Lewis var stigahæstur í liði Tindastóls sem vann ÍR í kvöld, 103-90, í fyrstu umferð Domino's-deildar karla. Lewis, sem verður fertugur í febrúar, fór á kostum í leiknum. „Við erum að spila í nýju kerfi og við erum allir að venjast því. við erum líka með nokkra nýja leikmenn og það tók bara tíma að fá kerfin almennilega í gang,“ sagði Lewis sem skoraði 37 stig í kvöld, þar af 24 í fyrri hálfleik. Tindastóll skoraði meira en 100 stig í leiknum en Lewis segist ekki lesa of mikið í það. „Ég vil bara vinna leikina, sama hversu mikið við skorum,“ sagði hann. Lewis verður fertugur í vetur en það er ekki að sjá á honum. Hann var frábær í kvöld og leikgleðin skein af honum. „Ég reyni að halda mér í góðu formi fyrir þessa ungu menn. Strákarnir í liðinu segja að ég sé eins og rauðvín - verði bara betri með aldrinum.“ „En ég elska að keppa. Það verður aldrei tekið af mér. Ég elska að spila,“ bætti Lewis við, brosandi eins og alltaf. „Ég er með fallegar tennur,“ sagði hann og skellti upp úr. „Ég elska að brosa. Það er ekki hægt að taka allt alvarlega.“Piokola: Síðasti leikur tímabilsins verði sá besti Pieti Piokola þreytti í kvöld frumraun sína í íslenska körfuboltanum sem þjálfari Tindastóls. Hans menn unnu sigur á seigu liði ÍR, 103-90, eftir að hafa verið með yfirhöndina allan leikinn. „Maður veit aldrei hvernig maður byrjar á nýju tímabili en ég sá margt gott í þessum leik hjá okkur,“ sagði finnski þjálfarinn eftir sigur hans manna í kvöld. „Ég er ánægður með liðið. Hver einasti leikmaður hafði eitthvað gott fram að færa í kvöld og þannig viljum við hafa það. Við viljum vera lið sem er með kröftuga heild,“ sagði Piokola og bætti þó við að það væri hægt að bæta alla þætti leiksins. „Þetta er ferli og markmið okkar er að síðasti leikur tímabilsins verði sá besti hjá okkkur.“ „Ég myndi segja að við vorum góðir í fimmtán mínútur og þokkalegir í hinar 25. Það er ásættanlegt. Þetta var fínn körfuboltaleikur og bæði lið gerðu margt gott í kvöld.“ Hann segir að sóknarleikur liðsins hafi verið betri í seinni hálfleik og þá hafi vörnin fylgt með. „Það var svo vörnin sem vann leikinn fyrir okkur, þó svo að þeir skoruðu 90 stig.“Bjarni: Ekki nógu agaðir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, sá margt gott hjá sínum mönnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tindastóli á heimavelli í kvöld. „Það var margt jákvætt - sérstkalega að skora yfir 90 stig. Svæðisvörnin gekk ágætlega en við vorum heilt yfir ekki að spila nógu góðan varnarleik og það skildi á milli liðanna.“ ÍR-ingar voru duglegir að safna villum í upphafi leiks en það batnaði eftir að liðið skipti yfir í svæðisvörn. „Við ætluðum að spila fast á þá. En við vorum ekki að fá villurnar á réttum stöðum eins og maður segir. En við vorum að gefa Lewis of auðveld skot og við ákváðum að breyta þessu til að taka taktinn úr sóknarleik þeirra.“ „Við náðum því ágætlega en það gekk ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með færin okkar og tókum áhættur í svæðisvörninni sem gáfu þeim nokkur auðveld skot. Við hefðum mátt spila með meiri aga.“ Hann segist vera ánægður með leikmannahóp sinn og að ÍR ætli sér að gera betur en í fyrra. Hann segir að Jonathan Mitchell komi vel inn í lið ÍR. „Hann er ekki í sínu besta formi enn þá enda hefur hann verið stutt með okkur. Hann á eftir að passa vel inn í það sem við erum að gera.“ÍR-Tindastóll 90-103 (20-24, 22-27, 19-21, 29-31)ÍR: Stefán Ásgeir Arnarsson 21/10 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 17, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/9 fráköst/6 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 14, Sveinbjörn Claessen 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hamid Dicko 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Trausti Eiríksson 1.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 37/11 fráköst, Darrell Flake 17/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Svavar Atli Birgisson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9, Hannes Ingi Másson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Agnar Ingi Ingimundarson 3/8 fráköst, Arnar Freyr Stefánsson 2/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 1.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Tindastóll hóf tímabilið á því að vinna ÍR á sterkum útivelli í Seljaskóla í Breiðholti. ÍR-ingar voru skrefi á eftir allan leikinn en héldu þó lífi í leiknum allt til loka. Staðan í hálfleik var 51-42, Tindastóli í vil. Tindastóll lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor og mætir til leiks með nánast sama leikmannahóp en nýjan þjálfara. Það var ekki annað að sjá á Stólunum að þeir hefðu aðlagast leikstíl nýja þjálfarans vel. ÍR-ingar mættu til leiks af mikilli ákefð og fengu fimmtán villur strax í fyrri hálfleik. Það var meiri agi á leik ÍR í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Þrátt fyrir að gestirnir enduðu á því að lenda í miklum villuvandræðum með fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum sínum náði þjálfarinn Pieti Koikola að nýta leikmannahóp sinn vel. Níu leikmenn Tindastóls komust á blað í kvöld. Darrel Lewis skoraði 35 stig fyrir Tindastól í kvöld en nafni hans Flake kláraði leikinn á næstsíðustu mínútu leiksins, er hann varði skot Hamid Dicko og skoraði svo sjálfur úr upphlaupinu og kom Tindastóli þrettán stigum yfir. Jonathan Mitchell skoraði 21 stig fyrir ÍR. Það stefndi í óefni fyrir ÍR-inga hvað villusöfnun varðar strax í upphafi leiks en eftir að liðið skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta náðu heimamenn að snúa þeirri þróun við. Lewis, sem hafði farið á kostum í fyrri hálfleik og skoraði 24 stig, hafði hægt um sig í þriðja leikhluta og náðu heimamenn að minnka muninn í fjögur stig. Helgi Freyr Margeirsson sá þó til þess að Breiðhyltingar kæmust ekki nær þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur með skömmu millibili. Hann hafði klikkað á fyrstu þremur skotum sínum í leiknum en lét ekki segjast og nýtti öll hin fjögur skotin sem hann tók í leiknum - öll utan þriggja stiga línunnar og öll í seinni hálfleik. Tindastóll fékk framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld enda nýtti finnski þjálfarinn leikmannahóp sinn mjög vel. Frammistaðan hjá Tindastóli lofaði góðu í kvöld, ekki síst þar sem að Bandaríkjamaðurinn Jerome Hill var ekki með liðinu í þessum leik. Það má gera ráð fyrir því að hann muni styrkja Tindastól mikið þegar hann fer af stað. ÍR-ingar gáfust aldrei upp enda mikil barátta í þessu liði, sérstaklega á heimavelli. Björgvin Ríkharðsson kom afar sterkur inn eftir erfið meiðsli og gladdi augað með skemmtilegum tilþrifum. Oddur Rúnar Kristjánsson átti fína kafla í kvöld, Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell á meira inni en þeir Sveinbjörn Claessen og Kristján Andrésson skiluðu báðir sínu í kvöld.Björgvin: Hef beðið í ár eftir alvöru leik Björgvin Ríkharðsson átti góðan leik fyrir ÍR í kvöld en er kominn aftur á fullt eftir langa fjarveru vegna meiðsla. ÍR tapaði þó fyrir Tindastóli í kvöld en Björgvin segir að Breiðhyltingar geti betur en þeir sýndu í kvöld. „Við eigum alltaf meiri inni. Við þurfum að spila betri vörn og þá kemur sóknin af sjálfu sér. En Stólarnir voru bara betri í kvöld og voru fastir fyrir þó svo að þá vanti Kana.“ „Við lentum í villuvandræðum í leiknum og vorum alltaf að elta. Við náðum að koma til baka nokkrum sinnum en þeir náðu að klára þetta að lokum.“ Björgvin er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband í hné og var meðal bestu leikmanna ÍR í kvöld. „Ég er hef beðið lengi eftir alvöru leik, næstum því ár núna. Það er frábært að koma aftur inn,“ sagði Björgvin sem tróð þrisvar sinnum í leiknum. „Þegar maður fær opið færi í hraðaupphlaupi þá treður maður,“ sagði hann og brosti.Darrel Lewis: Ég brosa því ég er með fallegar tennur Darrel Lewis var stigahæstur í liði Tindastóls sem vann ÍR í kvöld, 103-90, í fyrstu umferð Domino's-deildar karla. Lewis, sem verður fertugur í febrúar, fór á kostum í leiknum. „Við erum að spila í nýju kerfi og við erum allir að venjast því. við erum líka með nokkra nýja leikmenn og það tók bara tíma að fá kerfin almennilega í gang,“ sagði Lewis sem skoraði 37 stig í kvöld, þar af 24 í fyrri hálfleik. Tindastóll skoraði meira en 100 stig í leiknum en Lewis segist ekki lesa of mikið í það. „Ég vil bara vinna leikina, sama hversu mikið við skorum,“ sagði hann. Lewis verður fertugur í vetur en það er ekki að sjá á honum. Hann var frábær í kvöld og leikgleðin skein af honum. „Ég reyni að halda mér í góðu formi fyrir þessa ungu menn. Strákarnir í liðinu segja að ég sé eins og rauðvín - verði bara betri með aldrinum.“ „En ég elska að keppa. Það verður aldrei tekið af mér. Ég elska að spila,“ bætti Lewis við, brosandi eins og alltaf. „Ég er með fallegar tennur,“ sagði hann og skellti upp úr. „Ég elska að brosa. Það er ekki hægt að taka allt alvarlega.“Piokola: Síðasti leikur tímabilsins verði sá besti Pieti Piokola þreytti í kvöld frumraun sína í íslenska körfuboltanum sem þjálfari Tindastóls. Hans menn unnu sigur á seigu liði ÍR, 103-90, eftir að hafa verið með yfirhöndina allan leikinn. „Maður veit aldrei hvernig maður byrjar á nýju tímabili en ég sá margt gott í þessum leik hjá okkur,“ sagði finnski þjálfarinn eftir sigur hans manna í kvöld. „Ég er ánægður með liðið. Hver einasti leikmaður hafði eitthvað gott fram að færa í kvöld og þannig viljum við hafa það. Við viljum vera lið sem er með kröftuga heild,“ sagði Piokola og bætti þó við að það væri hægt að bæta alla þætti leiksins. „Þetta er ferli og markmið okkar er að síðasti leikur tímabilsins verði sá besti hjá okkkur.“ „Ég myndi segja að við vorum góðir í fimmtán mínútur og þokkalegir í hinar 25. Það er ásættanlegt. Þetta var fínn körfuboltaleikur og bæði lið gerðu margt gott í kvöld.“ Hann segir að sóknarleikur liðsins hafi verið betri í seinni hálfleik og þá hafi vörnin fylgt með. „Það var svo vörnin sem vann leikinn fyrir okkur, þó svo að þeir skoruðu 90 stig.“Bjarni: Ekki nógu agaðir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, sá margt gott hjá sínum mönnum þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tindastóli á heimavelli í kvöld. „Það var margt jákvætt - sérstkalega að skora yfir 90 stig. Svæðisvörnin gekk ágætlega en við vorum heilt yfir ekki að spila nógu góðan varnarleik og það skildi á milli liðanna.“ ÍR-ingar voru duglegir að safna villum í upphafi leiks en það batnaði eftir að liðið skipti yfir í svæðisvörn. „Við ætluðum að spila fast á þá. En við vorum ekki að fá villurnar á réttum stöðum eins og maður segir. En við vorum að gefa Lewis of auðveld skot og við ákváðum að breyta þessu til að taka taktinn úr sóknarleik þeirra.“ „Við náðum því ágætlega en það gekk ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með færin okkar og tókum áhættur í svæðisvörninni sem gáfu þeim nokkur auðveld skot. Við hefðum mátt spila með meiri aga.“ Hann segist vera ánægður með leikmannahóp sinn og að ÍR ætli sér að gera betur en í fyrra. Hann segir að Jonathan Mitchell komi vel inn í lið ÍR. „Hann er ekki í sínu besta formi enn þá enda hefur hann verið stutt með okkur. Hann á eftir að passa vel inn í það sem við erum að gera.“ÍR-Tindastóll 90-103 (20-24, 22-27, 19-21, 29-31)ÍR: Stefán Ásgeir Arnarsson 21/10 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 17, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/9 fráköst/6 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 14, Sveinbjörn Claessen 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hamid Dicko 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Trausti Eiríksson 1.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 37/11 fráköst, Darrell Flake 17/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Svavar Atli Birgisson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9, Hannes Ingi Másson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Agnar Ingi Ingimundarson 3/8 fráköst, Arnar Freyr Stefánsson 2/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 1.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira