Innlent

Landlæknir: Fáheyrt að menn beiti fyrir sig sjúklingum með þessum hætti

Þóra Kristín Ásgeirsdótti skrifar
Landlæknir vill binda enda á verkföll á Landspítalanum með lagasetningu. Hann segir óforsvaranlegt að menn beiti fyrir sig sjúklingum í verkföllum með þeim hætti sem tíðkist hér á landi. Forstjóri Landspítalans segir þetta verkfall flóknara viðfangs fyrir spítalann en fyrri verkföll.

Erfitt sé að henda reiður á mörgum störfum sem félagsmenn SFR hafi sinnt svo sem flutningi á lyfjum og mat til sjúklinga.

Hann segir að stjórnendum spítalans sé ekki skemmt að þurfa að takast á við enn eitt verkfallið. Þeir séu búnir að fá alveg nóg eftir ár af verkföllum. Það sé sameiginlegt verkefni að koma í veg fyrir að verkföll af þessu tagi lami þjóðarsjúkrahúsið.

Birgir Jakobsson landlæknir segir að heilbrigðiskerfið hafi goldið verulega fyrir síendurtekin verkföll að undanförnu. Það hafi allt logað í verkföllum, nær allt það ár, frá því hann réðist til starfa sem landlæknir.

„Mér finnst þetta fáheyrt, það er verið að beita fyrir sig sjúklingum og fólki sem er í mjög erfiðri aðstöðu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×