Spiluðu saman upp alla yngri flokkana en eru mótherjar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 15:30 Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson í leik með Fjölni fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00
Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00
Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00
Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26
Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25
Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30