Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 101-104 | Keflvíkingar stálu stigunum í lokin Bjarmi Skarphéðinsson Icelandic Glacier-höllinni skrifar 16. október 2015 21:45 Magnús Þór Gunnarsson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 23 stig. vísir/craney Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Þór og Keflavík áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í Dominos deild karla. Heimamenn í Þór byrjuðu leikinn mun betur og sáust tölur á töflunni eins og 7-0 og 19-6. Keflavík vann leikinn að lokum, 104-101. Vance Hall var óstöðvandi í upphafi leiks og klikkaði ekki á skoti. Keflavík lét samt ekki slá sig útaf laginu og náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Mikið var skorað í fyrri hálfleik og mikill hraði og staðan 62-62 í hálfleik. Seinni hálfleikur var aðeins hægari en baráttan mikil og leikurinn harðnaði eftir því sem á leið. Í 4.leikhluta voru liðin að skiptast á að hafa forystu og spennan mikil. Töluvert var flautað og villuvandræði orðin töluverð í lokin. Heimamenn virtust ætla að landa sigrinum og voru í raun með alla möguleika til að klára leikinn. Keflavík eru hins vegar ekki stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu. Guðmundur Jónsson sem hafði varla komið við sögu vegna villuvandræða allan leikinn kom sterkur inn í lokin og Magnús Gunnarsson var mikilvægur í lokin. Það var hins vegar Valur Orri Valsson sem kláraði leikinn fyrir Keflavík í lokin með vítaskotum og Keflavík fóru með sigurinn heim suðurstrandaveginn 101-104 seiglusigur. Earl Brown var með 23 stig og 16 fráköst fyrir Keflavík og Vance Hall sterkur fyrir Þór með 31 stig og 5 fráköst.Sigurður: Við erum alveg rólegir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var eðlilega kátur með sigur sinna manna í kvöld eftir erfiða byrjun. „Ég er mjög sáttur við þennan leik og sáttur við hversu góður leikurinn var,“ sagði Sigurður við Vísi, en mikið var skorað í leiknum. Sigurður segir erfitt að koma og sækja stig í Þorlákshöfn, „Ég býst ekki við að nokkuð lið sæki auðveld stig hingað,“ sagði hann um Þórs-liðið. Sigurður er hæfilega bjartsýnn á framhaldið og segir mikla vinnu framundan. „Við erum alveg rólegir þrátt fyrir sigur hér. Það er mikil vinna framundan og við viljum verða betri með hverjum deginum,“ sagði Sigurður Ingimundarson.Einar Árni: Við áttum að klára þennan leik „Við vorum mjög daprir varnarlega í 30 mínútur og fáum alltof mörg stig á okkur hérna í kvöld,“ sagði vonsvikinn Einar Árrni þjálfari Þórs eftir naumt tap fyrir Keflavík á heimavelli í kvöld. Einar bjóst ekki við svona háu stigaskori í leiknum í kvöld. „Nei, alls ekki. Ég veit alveg fyrir hvað Keflavík stendur en varnarleikurinn okkar var ekki nálægt því nógu góður. Ég hef verið ánægður með varnarleik okkar á undirbúningstímabilinu en ekki í kvöld." Einar hélt á tímabili að Þór mundi komast upp með lélegan varnarleik með ágætri frammistöðu í sókninni „Keflavík hélt alltaf áfram. Við hefðum átt að klára þennan leik en hrós til Keflavíkur fyrir sinn leik," sagði Einar Árni Jóhannsson.Þór Þ.-Keflavík 101-104 (34-28, 28-34, 19-14, 20-28)Þór Þ.: Vance Michael Hall 31/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 10/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 4, Baldur Þór Ragnarsson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 23/16 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 21, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Valur Orri Valsson 13/6 fráköst, Ágúst Orrason 9, Guðmundur Jónsson 8, Reggie Dupree 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 1.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira