Grátleg örlög ofurbíls Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 15:28 Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent
Það er grátlegt til þess að vita að þessi 1.000 hestafla Audi RS6 sé nú askan ein eftir að bíræfnir þjófar stálu honum á bensínstöð og kveiktu síðan í honum. Eins á myndinni sést hefur honum verið mikið breytt og afl hans t.d. aukið úr 560 hestöflum í 1.000. Bíllinn var áður í eigu Svíans Jon Olsson sem þekktur er fyrir að aka djarflega breyttum Audi bílum á norðlægum slóðum og til eru mörg myndbönd frá á Youtube. Bíllinn seldi hann hinsvegar til Hollendingsins Doywe Leitner. Leitner var ásamt upptökuliði að taka upp auglýsingamyndband, en þurfti að koma við á bensínstöð. Þangað komu einnig tveir vopnaðir þjófar sem stálu bílnum, sem var í gangi. Þeir yfirgáfu bensínstöðina á ógnarhraða, enda bíllinn ansi öflugur, en þegar þeir þóttust hólpnir með fenginn drápu þeir á bílnum. Þeim tókst þó ekki að ræsa bílinn aftur þar sem eigandi hans var með lykilinn að honum enn í vasanum. Við það virðast þeir hafa reiðst og brugðið til þess ráðs að kveikja í bílnum. Fannst hann nokkrum klukkustundum síðar sem rústir einar. Þar fór flottur bíll fyrir lítið og hafi þjófarnir skömm fyrir.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent