ADHD er eiginleiki 17. október 2015 10:00 Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur!
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun