ADHD er eiginleiki 17. október 2015 10:00 Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Allir fá eitthvað í vöggugjöf og annað bætist við á lífsins leið. Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur og skapa aðstæður þar sem athyglisbresturinn nýtist mér sem jákvæður eiginleiki. Fram undir þrítugt vissi ég ekkert af þessum eiginleika. Bjó við gott atlæti, gekk vel í skóla, blómstraði í félagslífinu en skildi ómögulega hvað olli þessu þunglyndi sem ég faldi alla tíð svo afskaplega vel. Slysaðist loks til geðlæknis sem mér til undrunar stakk upp á ADHD greiningu. Auðvitað gera allir mistök og klúðra hlutunum. Stundum. En fyrir einstakling með ADHD er þetta hluti daglegs lífs. Alltaf. Þar með heyrði þunglyndið sögunni til. Ég skildi loks hvernig ég gat áorkað öllu sem ég kom í verk, en nagaði samtímis af mér bæði handarbökin fyrir ótalin aulamistök og endalausa frestunaráráttu. Um leið áttaði ég mig á hvernig ákveðin „trikk“ höfðu gert mér kleift að fúnkera jafn vel og raun bar vitni. Þetta var minn lykill að því að snúa minni vöggugjöf upp í jákvæðan eiginleika. Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður. Í ár völdu ADHD samtökin að varpa kastljósi á okkar yngstu þegna, m.a. með útgáfu á bókinni „Leikskólar og ADHD, 25 ráð og verkfæri“ ásamt málþingi þann 30. október um leikskóla og ADHD. Segir sig enda sjálft að því fyrr sem rétt greining liggur fyrir, því auðveldari verður eftirleikurinn. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að berjast gegn staðalímyndum og fordómum. Mundu bara næst þegar einhver kverúlantinn slengir fram að „allir séu nú með ADHD stundum “ – þá getur þú sagt pollrólega: Nei, ég veit betur!
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun