Hannes Hólmsteinn telur vert að setja gæsalappir um „doktor í heimspeki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2015 11:10 Hannes telur fráleitt að titla Henry doktor þá er hann tjáir sig um Illuga Gunnarsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur sitthvað við framgöngu Henrys Alexanders Henrýssonar heimspekings að athuga, en Henry var kallaður til að ræða siðferðileg álitaefnis sem snúa að stöðu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Stóru málunum á Íslandi í dag, sem fréttamaðurinn Lóa Pind hafði umsjá með. Henry Alexander er doktor í heimspeki og starfar við Siðfræðistofnun. Heimspekingurinn sagði að því miður væri Illugi í mjög veikri stöðu og við spurningunni, á hann að segja af sér, sagði Henry Alexander: „Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“Þessi orð heimspekingsins hafa ekki lagst vel í stuðningsmenn Illuga, og þar í flokk má setja Hannes Hólmstein. Hann gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og telur rétt að setja gæsalappir utan um titil Henrys. „Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“ Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015 Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17 Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur sitthvað við framgöngu Henrys Alexanders Henrýssonar heimspekings að athuga, en Henry var kallaður til að ræða siðferðileg álitaefnis sem snúa að stöðu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í Stóru málunum á Íslandi í dag, sem fréttamaðurinn Lóa Pind hafði umsjá með. Henry Alexander er doktor í heimspeki og starfar við Siðfræðistofnun. Heimspekingurinn sagði að því miður væri Illugi í mjög veikri stöðu og við spurningunni, á hann að segja af sér, sagði Henry Alexander: „Ég segi já. Þá með því fororði að við erum svolítið furðuleg hér á Íslandi að það er stundum látið eins og að þetta sé eins og að enda líf. En, það er fjarri því. Hann þarf bara að skoða stöðu sína í smá tíma.“Þessi orð heimspekingsins hafa ekki lagst vel í stuðningsmenn Illuga, og þar í flokk má setja Hannes Hólmstein. Hann gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og telur rétt að setja gæsalappir utan um titil Henrys. „Þessi krafa „doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru máli gegnir um Má Guðmundsson, sem lét ekki aðeins greiða sér málskostnað í eigin máli gegn opinberri stofnun, heldur tapaði af klaufaskap sextíu milljörðum í Danmörku og fór langt fram úr heimildum í málarekstri gegn einstaklingum (Samherji, Heiðar Guðjónsson). Og um Dag Bergþóruson Eggertsson, sem úthlutar verðmætum lóðum langt undir raunvirði (sem myndi finnast með því að bjóða þær upp), keyrir borgarsjóð í kaf og ógnar viðskiptahagsmunum Íslendinga. Hvers vegna talar „doktorinn í heimspeki“ ekkert um það?“ Ýmsum þykir þetta brött ummæli, kannski ekki síst í ljósi þess að Hannes Hólmsteinn hefur lent í vandræðum með gæsalappir þegar hann var kærður fyrir ritstuld úr verkum Halldórs Laxness, í bókum sínum um nóbelsskáldið; þá fyrir að gæta ekki að notkun þeirra. Hér virðist sem hann hins vegar ofnoti gæsalappirnar fremur en að vera of spar á þær, því með notkun þeirra er ótvírætt verið að gefa til kynna að þessi titill megi heita vafasamur þegar téður Henry á í hlut. Meðal þeirra sem spyrja Hannes nánar út í þessa framsetningu er Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður. Hannes svarar: „Mér finnst hallærislegt að kynna einhvern sem „doktor í heimspeki“, þegar hann tekur til máls. Skoðanir hans eru hvorki betri né verri fyrir það.“Þessi krafa 'doktors í heimspeki“ er fáránleg. Hvar er brotið? Hvernig hafa hagsmunir almennings verið skertir? Öðru má...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 16. október 2015
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23 Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17 Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Bætist við spurningar sem beint er að Illuga Gunnarssyni ráðherra um tengsl við Orku Energy og vinnuferð til Kína. 15. október 2015 12:23
Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu „Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“ 15. október 2015 22:17
Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar fyrir neðan allar hellur. 16. október 2015 16:55