Mazda RX-9 með Rotary vél? Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2015 09:11 Óvenju beinar og sléttar línur í bíl frá Mazda. Enginn bílaframleiðandi bíður nú bíl til sölu með Rotary vél, en slíkar gerðir véla hafa einnig verið nefndar Wankel. Síðasti bílaframleiðandi til að gera það var Mazda með RX-7 og RX-8 bíla sína. Eftir að sölu þeirra var hætt hefur Mazda ekki framleitt Rotary vél, en þó hefur heyrst að Mazda hafi áfram unnið að þróun Rotary vélar og vilji alls ekki gefst upp við þróun þeirrar tækni sem að baki vélarinnar býr. Nú ber svo við að Mazda mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Tókýó og ýmsar raddir herma að sá bíll sé með Rotary vél. Bíllinn á að vera með tveimur Rotary vélum, með forþjöppur tengdur við þær og auk þess hjálpa rafmótorar enn við að auka hestöfl bílsins, sem er 450 hestöfl. Mazda hefur aðeins sent frá sér skuggamyndir af nýja sportbílnum og á þeim að dæma fer þar bíll með beinni og einfaldari línum en eru í RX-7 og RX-8 bílunum. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en bílasýningin í Tókýó opnar þann 29. þessa mánaðar hvers konar bíll þessi nýi sportari er frá Mazda. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent
Enginn bílaframleiðandi bíður nú bíl til sölu með Rotary vél, en slíkar gerðir véla hafa einnig verið nefndar Wankel. Síðasti bílaframleiðandi til að gera það var Mazda með RX-7 og RX-8 bíla sína. Eftir að sölu þeirra var hætt hefur Mazda ekki framleitt Rotary vél, en þó hefur heyrst að Mazda hafi áfram unnið að þróun Rotary vélar og vilji alls ekki gefst upp við þróun þeirrar tækni sem að baki vélarinnar býr. Nú ber svo við að Mazda mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Tókýó og ýmsar raddir herma að sá bíll sé með Rotary vél. Bíllinn á að vera með tveimur Rotary vélum, með forþjöppur tengdur við þær og auk þess hjálpa rafmótorar enn við að auka hestöfl bílsins, sem er 450 hestöfl. Mazda hefur aðeins sent frá sér skuggamyndir af nýja sportbílnum og á þeim að dæma fer þar bíll með beinni og einfaldari línum en eru í RX-7 og RX-8 bílunum. Það kemur svo ekki í ljós fyrr en bílasýningin í Tókýó opnar þann 29. þessa mánaðar hvers konar bíll þessi nýi sportari er frá Mazda.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent