Sport

Besta ár í sögu tennisíþróttarinnar?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djokovic er vanur að lyfta bikurum.
Djokovic er vanur að lyfta bikurum. vísir/getty
Það hefur ekkert vantað upp á stór afrek í tennisheiminum síðustu árin en árið hjá Serbanum Novak Djokovic gæti verið það besta í sögu íþróttarinnar.

Hann er nýbúinn að vinna tvö mót á tveimur vikum í Kína og ætlar augljóslega ekkert að fara að slaka á.

Hann vann þrjú af fjórum risamótum ársins og er búinn að hala inn metverðlaunafé á árinu sem og punktum á heimslistanum.

Djokovic segir að þetta ár sé betra en 2011 er hann vann einnig þrjú stórmót. Árangur hans það ár var 70-6.

Serbinn var nálægt því að vinna öll risamótin en hann tapaði í úrslitum á opna franska mótinu fyrir Stan Wawrinka. Í heildina er hann búinn að vinna níu mót í ár.

Sigrarnir eru orðnir 73 og töpin aðeins fimm. Hann hefur ekki tapað einu setti síðan í úrslitum US Open í sumar.

„Þetta er besta ár lífs míns. Engin spurning. Ég verð að passa mig á því að missa mig ekki í gleðinni því ég vil spila svona mörg ár í viðbót," sagði Serbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×