Kennarar í HÍ sekir um verkfallsbrot: „Gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 17:10 Verkfallsverðir í Háskóla Íslands í seinustu viku. vísir/pjetur Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32
Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent