Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2015 13:28 Farþegar Primera Air á Shannon-flugvelli. vísir Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27
Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25
Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51