Skapti og Skafti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 2. október 2015 07:00 Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstaklega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggjendur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkniefnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferðatösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geðdeild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftirfarandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er gott að vera glæpamaður á Íslandi. Sérstaklega ef viðkomandi sérhæfir sig í fjármögnun og skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum. Því rannsóknaraðgerðir lögreglu virðast ganga út á það að hafa hendur í hári burðardýra og fíkla en láta skipuleggjendur óáreitta. Sú er raunin í sakamáli sem hefur nú verið dómtekið í héraðsdómi Reykjaness þar sem A og B eru ákærðir fyrir þátttöku í innflutningi á tæpum 20 kílóum af sterkum fíkniefnum. Ákærði A var handtekinn í Leifsstöð 3. apríl 2015. Lögreglan ákvað að láta ákærða A afhenda fíkniefnin undir eftirliti og fór afhendingin fram 7. apríl 2015. Fyrir afhendinguna var lögreglan búin að koma fyrir gerviefnum og staðsetningar- og upptökubúnaði í ferðatösku ákærða A. Ákærði B, sem var nýkominn út af geðdeild og undir miklum lyfjaáhrifum, hitti ákærða A og tók á móti ferðatöskunni. Við svo búið var ákærði B handtekinn. Við málsmeðferð í héraði var lögreglumaðurinn sem stýrði rannsóknaraðgerðinni spurður hvers vegna ákærði hefði verið handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram. Svarið var tæknilegir örðugleikar og almannahætta (lesist vilja- og getuleysi). Þessi svör lögreglunnar eru að engu hafandi. Eftirfarandi spurningum er því enn þá ósvarað: Í fyrsta lagi hvers vegna beið lögreglan í fjóra daga með að láta ákærða A afhenda ,,fíkniefnin“ og spillti þannig eigin rannsóknaraðgerð og rannsókn málsins? Í öðru lagi hvers vegna var ákærði B handtekinn á vettvangi en ekki látinn afhenda ferðatöskuna áfram og þannig reynt að handsama skipuleggjendur innflutningsins? Til þess að fyllstu sanngirni sé gætt er rétt að halda því til haga að þessi vinnubrögð lögreglu eru þó ekki með öllu fordæmalaus því þau minna um margt á vinnubrögð lögreglunnar í bókinni ,,Krabbinn með gylltu klærnar” þar sem lögreglumennirnir Skapti og Skafti tilkynntu Tinna, að glæpamaðurinn Ómar Ben Salad væri alsaklaus af öllum ásökunum um fíkniefnasmygl, því hann hefði sagt þeim það.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun