Innlent

Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hér sést skýrt hversu mikil fjölgun hælisumsókna hefur verið milli mánuða.
Hér sést skýrt hversu mikil fjölgun hælisumsókna hefur verið milli mánuða. Mynd/Útlendingastofnun
Samtals sóttu 110 manns um hæli í ágúst og september síðastliðnum hér á landi. Þetta er fordæmalaus fjöldi hælisumsókna á svo stuttu tímabili. Þetta kemur fram á vefsíðu Útlendingastofnunnar.

„Það sem af er árinu 2015 hafa 218 manns sótt um hæli og er það mesti fjöldi sem nokkru sinni hefur komið til landsins í hælisleit á einu ári,“ segir á síðunni. „Miðað við fjölgunina milli ára og þróun mála undanfarnar vikur má búast við á bilinu 290 og 350 hælisleitendum á árinu.“

Útlendingastofnun hefur lokið 211 hælismálum það sem af er ári. Í þeirri tölu er einnig að finna mál frá fyrir árum auk mála sem komu aftur til meðferðar frá innanríkisráðuneytinu, kærunefnd útlendingamála og dómstólum.

Aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi og búist er við því að talan fjölgi.Mynd/Útlendingastofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×