Assad: Aðgerðir vestrænna ríkja í Sýrlandi eru hryðjuverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2015 18:57 Assad Sýrlandsforseti nýtur stuðnings í Rússlandi. Vísir/AFP Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að loftárásir Rússa gegn hryðjuverkahópum í Sýrlandi verði að takast ella standi allt svæðið frammi fyrir eyðileggingu. Segir hann að aðgerðir vestrænna ríkja gegn ISIS geri ekkert nema auka óstöðugleikann á svæðinu og megi flokka sem hryðjuverk. Biðlaði Sýrlandsforseti til þeirra ríkja sem stutt hafa uppreisnarhópa sem berjast gegn ríkisstjórn Sýrlands að hætta því. Það væri eina leiðin til þess að leysa vandann í Sýrlandi, ekki væri hægt að gera breytingar á stjórnskipulagi Sýrlands nema stöðugleiki væri fyrir hendi en Bandaríkjamenn og bandamenn hafa krafist þess að Assad víki frá völdum.Assad var í viðtali við írönsku sjónvarpsstöðina Khabar og sagði hann aðgerðir vestrænna ríkja gegn ISIS kæmu því einu til leiðar að auka óstöðugleika í Sýrlandi og svæðinu í kring. Ef loftárásir Rússa myndu ekki skila árangri stæði allt svæðið frammi fyrir eyðileggingu. „Í raun og veru eru vestrænu ríkin ábyrg fyrir því að ástandið í Sýrlandi er orðið svona slæmt. Þau hafa stutt hryðjuverkahópa og lagt umsátur um landið. Þau segjast vera að berjast gegn hryðjuverkum en þau fremja hryðjuverk með stefnu sinni í Sýrlandi.“ Rússar hófu í síðustu viku loftárásir á Sýrland en ekki sér fyrir endann á átökunum í Sýrlandi sem staðið hafa yfir í um fjögur ár. Milljónir Sýrlendinga hafa flúið land vegna átakanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að loftárásir Rússa gegn hryðjuverkahópum í Sýrlandi verði að takast ella standi allt svæðið frammi fyrir eyðileggingu. Segir hann að aðgerðir vestrænna ríkja gegn ISIS geri ekkert nema auka óstöðugleikann á svæðinu og megi flokka sem hryðjuverk. Biðlaði Sýrlandsforseti til þeirra ríkja sem stutt hafa uppreisnarhópa sem berjast gegn ríkisstjórn Sýrlands að hætta því. Það væri eina leiðin til þess að leysa vandann í Sýrlandi, ekki væri hægt að gera breytingar á stjórnskipulagi Sýrlands nema stöðugleiki væri fyrir hendi en Bandaríkjamenn og bandamenn hafa krafist þess að Assad víki frá völdum.Assad var í viðtali við írönsku sjónvarpsstöðina Khabar og sagði hann aðgerðir vestrænna ríkja gegn ISIS kæmu því einu til leiðar að auka óstöðugleika í Sýrlandi og svæðinu í kring. Ef loftárásir Rússa myndu ekki skila árangri stæði allt svæðið frammi fyrir eyðileggingu. „Í raun og veru eru vestrænu ríkin ábyrg fyrir því að ástandið í Sýrlandi er orðið svona slæmt. Þau hafa stutt hryðjuverkahópa og lagt umsátur um landið. Þau segjast vera að berjast gegn hryðjuverkum en þau fremja hryðjuverk með stefnu sinni í Sýrlandi.“ Rússar hófu í síðustu viku loftárásir á Sýrland en ekki sér fyrir endann á átökunum í Sýrlandi sem staðið hafa yfir í um fjögur ár. Milljónir Sýrlendinga hafa flúið land vegna átakanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54 Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Rússar hefja loftárásir sínar í Sýrlandi Árásirnar voru gerðar nærri borginni Homs í vesturhluta landsins. 30. september 2015 12:54
Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00