Subaru slær við öllum bílaframleiðendum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 15:01 Subaru Outback. Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent
Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent