Innanríkisráðherra ætlar að bíða með að vísa hælisleitendunum aftur til Ítalíu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2015 16:11 „Ég hef þess vegna óskað eftir því við útlendingastofnun að hún bíði með að brottvísa þessum hælisleitendum til Ítalíu þar til búið er að leggja almennt mat á það hvernig þetta er núna á grundvelli Schengen ríkjanna og þá sérstaklega í samhengi við fund sem ég sæki í þessari viku á þeim vettvangi.“ vísir/anton brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra á grundvelli reglna Schengen-ríkjanna. Hælisleitendurnir tveir bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyir Hæstarétti. Þetta kom fram í máli Ólafar við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, sem spurði hana meðal annars hvort hún væri enn þeirrar skoðunar að óöruggt væri að senda flóttafólk aftur til Ítalíu, Ungverjalands og Grikklands, líkt og hún lýsti yfir á Alþingi í september síðastliðnum. Þá vildi hann einnig vita hvort ekki sé kominn tími á að hætta að nota Dyflinnarreglugerðina. Ólöf sagðist enn sömu skoðunar, en að beiting Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi þurfi að vera í takti við nágrannaþjóðir okkar. „Það verð ég að segja er tölvuert á iði þessa dagana út frá því hvernig ástandið er í þessum málum,“ sagði hún. „En það sem ég var að meina 17. september var að sjálfsögðu það að við séum ekki að senda menn til baka til efnislegrar meðferðar. Ég hef vegna þessa máls sagt að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að fara yfir þessa hluti sem við höfum verið að gera fram til þessa og passa okkur á því að við séum ekki að steypa fólki í óöruggt umhverfi innan landa, sem menn eru ekki öryggir um að séu í lagi.“Biðin ómannúðleg Þá sagði Helgi Hrafn bið flóttafólks hér á landi alltof langa, en umræddir hælisleitendur hafa búið hér á landi í um þrjú ár. Slík mál séu af allt öðrum toga en þau sem nýlega hafi borist á borð stjórnvalda. Því verði að líta þau mál öðrum augum. „Biðin hér hefur oft verið of löng og margir hafa sagt að hún sé með því ómannúðlegra í kerfinu. Það er að fólk hefur búið hér í einhvern tíma því það fær ekki úrlausn sinna mála, fær ekki að vita hvort það fái að vera hér áfram eða ekki. Nú er það hins vegar þannig að hér eru einstaklingar sem hafa þurft að búa þetta lengi og mér finnst að við getum ekki látið eins og þau séu mál sem eru nýkomin inn á borð,“ sagði Helgi Hrafn. Stjórnvöld verði að bera ábyrgð.Konur og börn í forgangi Helgi Hrafn hvatti ráðherrann jafnframt til þess að leggja Dyflinnarreglugerðina til hliðar þegar kæmi að hælisleitendum, þar sem upprunaríkið sé Ítalía, Grikkland eða Ungverjaland, og að mál þeirra verði öll tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi. Ólöf sagði stjórnvöld taka sjálfstæðar ákvarðarnir í þeim málum. „Við höfum gert það gagnvart Ítalíu og Ungverjalandi og það hefur verið fram til þessa að menn hafa verið að senda til Ítalíu unga karlmenn, en það er sjálfstætt mat lagt á viðkvæmari hópa sem teljast konur og börn. Það er ákvörðun sem við tökum sjálf aðv inna með þeim hætti,“ sagði hún. Allar ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli, en að vissulega sé biðtíminn hér á landi of langur og að gera verði betur í að hraða málsmeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur segja niðurstöðu Hæstaréttar vera áfall Tveir hælisleitendur eiga á hættu að verða sendir til Ítalíu eftir að hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. 2. október 2015 17:09 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Margir hafa lýst furðu á því að Ísland ætli að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. 3. október 2015 19:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur farið fram á að Útlendingastofnun bíði með að brottvísa tveimur hælisleitendum úr landi þar til búið er að leggja almennt mat á mál þeirra á grundvelli reglna Schengen-ríkjanna. Hælisleitendurnir tveir bíða brottflutnings til Ítalíu eftir að hafa tapað málum sínum fyir Hæstarétti. Þetta kom fram í máli Ólafar við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, sem spurði hana meðal annars hvort hún væri enn þeirrar skoðunar að óöruggt væri að senda flóttafólk aftur til Ítalíu, Ungverjalands og Grikklands, líkt og hún lýsti yfir á Alþingi í september síðastliðnum. Þá vildi hann einnig vita hvort ekki sé kominn tími á að hætta að nota Dyflinnarreglugerðina. Ólöf sagðist enn sömu skoðunar, en að beiting Dyflinnarreglugerðarinnar hér á landi þurfi að vera í takti við nágrannaþjóðir okkar. „Það verð ég að segja er tölvuert á iði þessa dagana út frá því hvernig ástandið er í þessum málum,“ sagði hún. „En það sem ég var að meina 17. september var að sjálfsögðu það að við séum ekki að senda menn til baka til efnislegrar meðferðar. Ég hef vegna þessa máls sagt að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að fara yfir þessa hluti sem við höfum verið að gera fram til þessa og passa okkur á því að við séum ekki að steypa fólki í óöruggt umhverfi innan landa, sem menn eru ekki öryggir um að séu í lagi.“Biðin ómannúðleg Þá sagði Helgi Hrafn bið flóttafólks hér á landi alltof langa, en umræddir hælisleitendur hafa búið hér á landi í um þrjú ár. Slík mál séu af allt öðrum toga en þau sem nýlega hafi borist á borð stjórnvalda. Því verði að líta þau mál öðrum augum. „Biðin hér hefur oft verið of löng og margir hafa sagt að hún sé með því ómannúðlegra í kerfinu. Það er að fólk hefur búið hér í einhvern tíma því það fær ekki úrlausn sinna mála, fær ekki að vita hvort það fái að vera hér áfram eða ekki. Nú er það hins vegar þannig að hér eru einstaklingar sem hafa þurft að búa þetta lengi og mér finnst að við getum ekki látið eins og þau séu mál sem eru nýkomin inn á borð,“ sagði Helgi Hrafn. Stjórnvöld verði að bera ábyrgð.Konur og börn í forgangi Helgi Hrafn hvatti ráðherrann jafnframt til þess að leggja Dyflinnarreglugerðina til hliðar þegar kæmi að hælisleitendum, þar sem upprunaríkið sé Ítalía, Grikkland eða Ungverjaland, og að mál þeirra verði öll tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi. Ólöf sagði stjórnvöld taka sjálfstæðar ákvarðarnir í þeim málum. „Við höfum gert það gagnvart Ítalíu og Ungverjalandi og það hefur verið fram til þessa að menn hafa verið að senda til Ítalíu unga karlmenn, en það er sjálfstætt mat lagt á viðkvæmari hópa sem teljast konur og börn. Það er ákvörðun sem við tökum sjálf aðv inna með þeim hætti,“ sagði hún. Allar ákvarðanir séu teknar að vel ígrunduðu máli, en að vissulega sé biðtíminn hér á landi of langur og að gera verði betur í að hraða málsmeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur segja niðurstöðu Hæstaréttar vera áfall Tveir hælisleitendur eiga á hættu að verða sendir til Ítalíu eftir að hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. 2. október 2015 17:09 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Margir hafa lýst furðu á því að Ísland ætli að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. 3. október 2015 19:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hælisleitendur segja niðurstöðu Hæstaréttar vera áfall Tveir hælisleitendur eiga á hættu að verða sendir til Ítalíu eftir að hæstiréttur vísaði máli þeirra frá. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. 2. október 2015 17:09
Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05
Ólöf skoðar mál hælisleitendanna um helgina Margir hafa lýst furðu á því að Ísland ætli að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. 3. október 2015 19:00