Facebook ætlar að tengja Afríku við netið í gegnum gervihnött Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 14:09 Gervihnötturinn mun útvega stórum hluta Afríku fyrir aðgengi að internetinu. Mynd/Facebook Tæknirisinn Facebook ætlar að nota gervihnött til að gera íbúum Afríku kleyft að komast á internetið. Til stendur að skjóta fyrsta slíka gervihnettinum á loft á næsta ári. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, tilkynnti þetta á síðu sinni í gær. „Síðasta árið hefur Facebook verið að kanna leiðir til að nota flugvélar, dróna og gervihnetti til að veita aðgang að internetinu frá himnum. Hefðbundnar tengingar er oft erfitt að setja upp og nota til að tengja fólk sem býr í afskekktum samfélögum, svo við þurfum að finna nýjar leiðir.“ Verkefnið er hluti af Internet.org átakinu. en gervihnettinum verður skotið á loft í samstarfi við Eutelsat. Með þessu vonast Zucerkberg til að milljónir muni öðlast aðgengi að internetinu.Kynningarmyndband Internet.org frá því árið 2013 þegar átakið var sett á laggirnar. Gervihnötturinn mun svífa yfir Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar og samtök sem starfrækt eru í Afríku munu hjálpa íbúum að nálgast tenginguna. Forsvarsmenn Eutelsat segja að mögulegt verði að nýta tenginguna með ódýrum búnaði sem hægt sé að kaupa í verslunum. „Þetta er eingöngu ein af þeim leiðum sem við erum að vinna að til að ná markmiðum okkar með Internet.org. Internettenging breytir lífum og samfélögum. Við erum að vinna að því að tengja alla íbúar jarðarinnar.“I'm excited to announce our first project to deliver internet from space. As part of our Internet.org efforts to connect...Posted by Mark Zuckerberg on Monday, October 5, 2015 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknirisinn Facebook ætlar að nota gervihnött til að gera íbúum Afríku kleyft að komast á internetið. Til stendur að skjóta fyrsta slíka gervihnettinum á loft á næsta ári. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, tilkynnti þetta á síðu sinni í gær. „Síðasta árið hefur Facebook verið að kanna leiðir til að nota flugvélar, dróna og gervihnetti til að veita aðgang að internetinu frá himnum. Hefðbundnar tengingar er oft erfitt að setja upp og nota til að tengja fólk sem býr í afskekktum samfélögum, svo við þurfum að finna nýjar leiðir.“ Verkefnið er hluti af Internet.org átakinu. en gervihnettinum verður skotið á loft í samstarfi við Eutelsat. Með þessu vonast Zucerkberg til að milljónir muni öðlast aðgengi að internetinu.Kynningarmyndband Internet.org frá því árið 2013 þegar átakið var sett á laggirnar. Gervihnötturinn mun svífa yfir Afríku sunnan Sahara eyðimerkurinnar og samtök sem starfrækt eru í Afríku munu hjálpa íbúum að nálgast tenginguna. Forsvarsmenn Eutelsat segja að mögulegt verði að nýta tenginguna með ódýrum búnaði sem hægt sé að kaupa í verslunum. „Þetta er eingöngu ein af þeim leiðum sem við erum að vinna að til að ná markmiðum okkar með Internet.org. Internettenging breytir lífum og samfélögum. Við erum að vinna að því að tengja alla íbúar jarðarinnar.“I'm excited to announce our first project to deliver internet from space. As part of our Internet.org efforts to connect...Posted by Mark Zuckerberg on Monday, October 5, 2015
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira