Ný ferðamálastefna kynnt: Hörður mun veita Stjórnstöð ferðamála forystu Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2015 14:53 Á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag verður sett á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020. Mynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Sérstakri Stjórnstöð ferðamála verður sett á laggirnar sem mun starfa til ársloka 2020. Þetta er liður í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, kynntu fyrr í dag. Hörður Þórhallsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar en hann hefur áður starfað hjá Actavis. Hann mun hefja störf þann 1. nóvember.Samhæfir aðgerðirÍ frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir Stjórnstöðin sjái til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg séu til að leggja þann trausta grunn sem kallað er eftir í íslenskri ferðaþjónustu. „Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.“Hörður Þórhallsson starfaði áður hjá Actavis.Vísir/ValliVeikar undirstöður Í fréttinni segir jafnframt að vinnan við stefnumótun hafi fljótt leitt í ljós hversu veikar undirstöðurnar séu fyrir mótun framtíðarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi. „Áreiðanleg og alþjóðlega samanburðarhæf gögn og mælikvarða bráðvantar, ábyrgð er víða óljós, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar óskýrt. Niðurstaða stýrihópsins var því að horfa sérstaklega til forgangsverkefna næstu fimm ára, en þau snúa að því að leggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar til framtíðar. Á næstu fimm árum verður fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að:Samhæfðri stýringu ferðamálaJákvæðri upplifun ferðamannaÁreiðanlegum gögnumNáttúruverndHæfni og gæðumAukinni arðsemiDreifingu ferðamanna“ Stjórnstöð ferðamála er sett á laggirnar á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar sem undirritað var í dag. Í henni munu sitja:Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaðurSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherraBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherraÓlöf Nordal, innanríkisráðherraGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarÞórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnarHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarBjörgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair GroupHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Ragnheiður Elín sagði mikið vera undir þar sem í ferðaþjónustu og uppbyggingu hennar felist mikil sóknarfæri samfélagsins til aukinnar hagsældar og jákvæðrar byggðaþróunar. Í frétt ráðuneytisins segir að ferðaþjónustan hafi átt stóran þátt í þeim hagvexti sem verið hefur á Íslandi undanfarin ár og á sama tíma skapað þúsundir nýrra starfa. „Áætlað er að gjaldeyristekjur af greininni í heild muni aukast verulega; fari úr 350 milljörðum árið 2015 í meira en 620 milljarða 2020 og líklega yfir 1.000 milljarða árið 2030. Þetta eru gríðarlega háar fjárhæðir í ljósi þess að áætlaðar heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar árið 2015 verða um 1.140 milljarðar króna,“ segir í fréttinni.Nánar má lesa um ferðamálastefnuna á vef ráðuneytisins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira