Hanaa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun