Hanaa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar