Mercedes Benz með 53% söluaukningu í Kína Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 09:00 Sala Mercedes Benz C-Class hefur selst 60% betur í ár en í fyrra. Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Það gengur vel hjá Mercedes Benz þessa dagana, en þó hvergi eins vel og í Kína. Í nýliðnum september seldi Benz 53% fleiri bíla en í sama mánuði í fyrra, eða 38.663 bíla. Heildarsala Benz í september um heim allan jókst um 16% en í mánuðinum afgreiddi fyrirtækið 188.444 bíla. Salan hjá Benz hefur nú vaxið í 31 mánuð í röð og mun það vafalaust halda áfram út árið. Salan á árinu hefur vaxið næstum jafn mikið og í september, eða um 15%. Sala Smart bíla gengur einnig gríðarvel, en Smart er í eigu Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz. Sala Smart bíla jókst um 51% í september og er það helst að þakka nýrri kynslóð Smart ForTwo og ForFour bíla. Heildarsalan á árinu hjá Smart er komin í 88.018 bíla og vöxturinn á árinu 31%.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent