Bandaríkjunum ekki treystandi fyrir gögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. október 2015 07:00 Max Schrems höfðaði fyrir tveimur árum mál á hendur Facebook á Írlandi, og fagnaði sigri í gær. fréttablaðið/EPA Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins. Tækni Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Evrópudómstóllinn segir samning Evrópusambandsins við Bandaríkin um gagnavernd ógildan. Dómstóllinn segir samninginn engan veginn tryggja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hnýsist ekki í netgögn einstaklinga sem geymd eru á vefþjónum í Bandaríkjunum. Þar með er bandarískum netfyrirtækjum á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft í reynd óheimilt að vista persónuleg gögn Evrópumanna í Bandaríkjunum, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra þar. Dómstóllinn vísar í gagnaverndartilskipun Evrópusambandsins, en samkvæmt henni er ekki heimilt að flytja netgögn einstaklinga til annarra landa nema þau lönd tryggi vernd gagnanna. Samkvæmt þessu hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki verið heimilt að gera fyrrgreindan samning við Bandaríkin. Það var ungur laganemi í Austurríki, Maximilian Schrems, sem fyrir tveimur árum höfðaði mál gegn Facebook á Írlandi vegna samningsins stuttu eftir að Edward Snowden ljóstraði upp um netnjósnir bandarískra stjórnvalda. Schrems fagnaði í gær ákaflega niðurstöðu dómstólsins. „Ég vona að þetta verði eitt af mörgum (litlum) skrefum í áttina að breytingum,“ sagði hann á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var fallinn. Snowden hefur einnig fagnað þessari niðurstöðu og segir dóminn ótvíræðan um að allt eftirlit með samskiptum sé brot á réttindum einstaklinga. „Niðurstaðan er sú að við erum öll öruggari,“ skrifar Snowden á Twitter-síðu sína og óskar Schrems til hamingju: „Þú hefur breytt heiminum til hins betra.“ Samningurinn um örugga höfn, sem nú telst ógildur, var gerður árið 2000 og hefur því verið í gildi í 15 ár. Hann snýst um öryggi gagna, sem flutt eru til annarra landa, en lætur það í raun fyrirtækjum á borð við Facebook eftir að votta öryggi gagnanna. Niðurstaða dómstólsins er hins vegar sú, að þetta séu fyrirtækin ófær um. Fyrir bandarísku fyrirtækin þýðir þetta, að vilji þau halda áfram að geyma gögn evrópskra ríkisborgara í Bandaríkjunum, þá verði þau að sjá til þess að vernd gagnanna uppfylli skilyrði Evrópusambandsins.
Tækni Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira