450 manns vinna að Hyperloop hraðlestinni Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 13:19 Hyperloop hraðlest. Hugmyndir Elon Musk hafa tilhneygingu til að verða að veruleika. Tesla rafmagnsbíllinn varð að veruleika, en fáir trúðu því að Hyperloop hraðlestarhugmynd hans yrði nokkurntíma til. Ef til vill þarf að endurskoða það því núna vinna 450 manns að þróun hugmyndarinnar og verið er að safna fé til að hrinda verkefninu í framkvæmd og það fyrir 500 milljónir dollara, eða 64 milljarða króna. Hyperloop hraðlestirnar eiga að ferðast um í röri þar sem lestarvagnar þeytast á hraða þotna í lausu lofti. Meiningin er að hefja uppsetningu fyrstu lestarinnar í Quay dalnum miðja vegu á milli Los Angeles og San Francisco á öðrum ársfjórðungi næsta árs og að hún lengist jafnóðum á milli borganna. Gert er ráð fyrir að fyrstu tekjur af lestinni komi í kassann á þriðja árfjórðungi árið 2018. Þeir 450 sem vinna að verkefninu eru ekki launaðir heldur fá þeir greitt í hlutabréfum í þessu framtíðarverkefni. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent
Hugmyndir Elon Musk hafa tilhneygingu til að verða að veruleika. Tesla rafmagnsbíllinn varð að veruleika, en fáir trúðu því að Hyperloop hraðlestarhugmynd hans yrði nokkurntíma til. Ef til vill þarf að endurskoða það því núna vinna 450 manns að þróun hugmyndarinnar og verið er að safna fé til að hrinda verkefninu í framkvæmd og það fyrir 500 milljónir dollara, eða 64 milljarða króna. Hyperloop hraðlestirnar eiga að ferðast um í röri þar sem lestarvagnar þeytast á hraða þotna í lausu lofti. Meiningin er að hefja uppsetningu fyrstu lestarinnar í Quay dalnum miðja vegu á milli Los Angeles og San Francisco á öðrum ársfjórðungi næsta árs og að hún lengist jafnóðum á milli borganna. Gert er ráð fyrir að fyrstu tekjur af lestinni komi í kassann á þriðja árfjórðungi árið 2018. Þeir 450 sem vinna að verkefninu eru ekki launaðir heldur fá þeir greitt í hlutabréfum í þessu framtíðarverkefni.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent