Porsche Cayman GT4 Clubsport á LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:50 Porsche Cayman GT4. Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent
Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent