Toyota TS040 hellir uppá, ristar brauð og steikir egg Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 13:40 Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent
Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent