Þegar Jürgen Klopp kom til Íslands og vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 12:30 Jürgen Klopp fagnar hér sigri á Laugardalsvelli með leikmönnum sínum. Vísir/EPA Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30