Skiptu um olíu á bílnum sjálfur á 90 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 15:03 Olíuboxið sett á réttan stað í vélarhúsinu. Mörgum finnst bæði leiðigjarnt og dýrt að fara með bílinn í smurningu, en Castrol gæti nú verið búið að leysa málið. Lausn Castrol felst í plastboxi sem bæði inniheldur olíuna og síur og svo einfalt er að skipta um boxið að hver sem er ætti að geta það á 90 sekúndum. Vandinn er hinsvegar sá að bílar þurfa að vera smíðaðir með þennan búnað í huga og mjög erfitt er að breyta eldri bílum fyrir þessa nýju lausn. Það hefur þó einn bílasmiður gert fyrir eina bílgerð sína, þ.e. Aston Martin Vulcan. Þar fer enginn smá kaggi sem ekki væri gott að brenndi úr sér, en þar sem Aston Martin treystir þessum búnaði ættu fleiri að gera það. Hver veit nema þeim fjölgi mjög bílgerðunum svona búnum. Miklar prófanir hafa verið gerðar á þessari frumlegu lausn og víst er að hann þolir 1,8G þrýsting við akstur, sem harla erfitt er að ná og um boxið getur streymt svo mikið sem 600 lítrar af olíu á einni mínútu. Þessa sniðugu lausn kalla þeir Castrol menn Nexcel og rétt er að leggja það á minnið því fyrirtækið hefur hafið viðræður við nokkra bílaframleiðendur um notkun þessarar lausnar í bíla sína. Castrol býst við því að fyrstu bílarnir frá bílaframleiðendum komi svona búnir á markað eftir um 5 ár.Svona lítur Nexcel boxið út. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent
Mörgum finnst bæði leiðigjarnt og dýrt að fara með bílinn í smurningu, en Castrol gæti nú verið búið að leysa málið. Lausn Castrol felst í plastboxi sem bæði inniheldur olíuna og síur og svo einfalt er að skipta um boxið að hver sem er ætti að geta það á 90 sekúndum. Vandinn er hinsvegar sá að bílar þurfa að vera smíðaðir með þennan búnað í huga og mjög erfitt er að breyta eldri bílum fyrir þessa nýju lausn. Það hefur þó einn bílasmiður gert fyrir eina bílgerð sína, þ.e. Aston Martin Vulcan. Þar fer enginn smá kaggi sem ekki væri gott að brenndi úr sér, en þar sem Aston Martin treystir þessum búnaði ættu fleiri að gera það. Hver veit nema þeim fjölgi mjög bílgerðunum svona búnum. Miklar prófanir hafa verið gerðar á þessari frumlegu lausn og víst er að hann þolir 1,8G þrýsting við akstur, sem harla erfitt er að ná og um boxið getur streymt svo mikið sem 600 lítrar af olíu á einni mínútu. Þessa sniðugu lausn kalla þeir Castrol menn Nexcel og rétt er að leggja það á minnið því fyrirtækið hefur hafið viðræður við nokkra bílaframleiðendur um notkun þessarar lausnar í bíla sína. Castrol býst við því að fyrstu bílarnir frá bílaframleiðendum komi svona búnir á markað eftir um 5 ár.Svona lítur Nexcel boxið út.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent