Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Svavar Hávarðsson skrifar 30. september 2015 07:00 Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og koma sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní 2010. Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira