Porsche ræður nýjan forstjóra Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 13:55 Oliver Blume, nýráðinn forstjóri Porsche. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira