Porsche ræður nýjan forstjóra Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 13:55 Oliver Blume, nýráðinn forstjóri Porsche. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent