Porsche ræður nýjan forstjóra Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 13:55 Oliver Blume, nýráðinn forstjóri Porsche. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche tilkynnti rétt í þessu ráðningu nýs forstjóra fyrirtækisins. Hann heitir Oliver Blume og gengdi áður stöðu framleiðslustjóra hjá Porsche. Þrátt fyrir að Blume sé aðeins 47 ára gamall hefur hann unnið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í tvo áratugi, en eins og kunnugt er tilheyrir Porsche henni. Volkswagen réði Matthias Müller, sem áður var forstjóri Porsche í starf forstjóra Volkswagen í síðustu viku og ekki leið á löngu þar til fundinn var nýr forstjóri Porsche. Blume hefur gengt framleiðslustjórastöðunni hjá Porsche frá árinu 2013 og hefur afar vel gengið hjá Porsche síðan þá, en frá 2010 hefur framleiðsla bíla hjá Porsche meira en tvöfaldast til dagsins í dag. Porsche er eitt fárra undirmerkja Volkswagen sem ekki er viðriðið dísilbílasvindl þeirra, en í Porsche bílum hafa ekki verið þær vélar sem svindlið á við heldur hefur Porsche þróað sínar vélar alfarið sjálfir.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent