Ósyndir í djúpri laug Inga María Árnadóttir skrifar 20. september 2015 10:28 Landspítali-háskólasjúkrahús er kennslusjúkrahús sem þýðir að þar er veitt heilbrigðisþjónusta þar sem jafnframt er lögð áhersla á rannsóknir, þróun og kennslu. Þar eru nemar við störf í ýmsum heilbrigðisvísindagreinum en á því eru bæði kostir og gallar. Augljóst er að nemar eru enn að læra og geta því ekki talist til sjálfstæðra fagmanna með fulla ábyrgð. Því er algjörlega óraunhæft að gera kröfur til hjúkrunarfræðinema sem útskrifaðs hjúkrunarfræðings eða læknanema sem útskrifaðs læknis. Starfsleyfi eru fyrst gefin út eftir að einstaklingur lýkur námi og er það fyrst og fremst gert til að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Sumir skjólstæðingar þjónustunnar eru afar lánsamir og lenda á metnaðarfullum og samviskusömum nema sem er að vinna skólaverkefni og sinnir sjúklingi af mikilli samviskusemi. Neminn setur upp fyrsta flokks meðferð, studda nýjustu og bestu þekkingu, og veitir smæstu atriðum ómælda og (oftast) hálfvandræðalega mikla athygli og áhuga. Allt undir handleiðslu klínísks kennara og sprenglærðs starfsfólks. Þá getur viðvera nema á vinnustöðum oft virkað sem vítamínsprauta fyrir starfsfólkið því þeir færa með sér nýja sýn og áhugaverða þekkingu úr bóknáminu. En sami skjólstæðingur gæti líka orðið óheppinn og þurft að leggjast inn að sumri til. Þá fer þorri starfsfólksins í sumarleyfi og nemar eru ráðnir í afleysingar. Að vísu er gerð sú krafa að þrautreynt starfsfólk sé á vakt þegar nemar eru að störfum en þegar álagið verður of mikið á það til að gleymast að neminn, sem sker sig að litlu leyti úr hópi starfsfólksins utan seinlegra vinnubragða og stöku „bíddu ég skal spyrja“, hefur hvorki hæfni né leyfi til að axla þá ábyrgð sem oft lendir á herðum hans. Þegar síga fer á seinni hluta námsins fara nemendur að horfa fram í tímann og hugsa til þess hvað þeir þurfa að kunna þegar þeir verða fullgildir og útskrifaðir úr sínu námi. Óhjákvæmilega bæta nemendur á sig fleiri og flóknari verkefnum því sá tími þegar þeir fá starfsleyfið í hendurnar nálgast jú óðum. Þeir vilja m.ö.o. vera búnir undir fyrirséð álag og tilheyrandi aukna ábyrgð í starfi að lokinni útskrift. Hugsunin að verða að geta framkvæmt ákveðin verk upp á eigin spýtur eftir örfáa mánuði, tvær vikur eða jafnvel á morgun, þrýstir á nemann til að prófa sig og athuga hvar hann er staddur. Fái nemi ekki fullnægjandi handleiðslu eða stuðning getur það orðið til þess að hann taki of mikla áhættu í starfi, sem getur í verstu tilfellum bitnað á öryggi sjúklinga. Hversu langt á veg sem nemi er kominn í náminu, hvort sem hann er að sinna sjúklingum sem starfsmaður eða nemandi, þarf ætíð að vera aðili á vakt sem er meðvitaður um ábyrgð sína gagnvart nemanum. Því þurfa aðstæður í vinnuumhverfinu að vera til þess fallnar að sá aðili hafi svigrúm til að fylgja nemanum eftir. Eins og staðan er í dag fá hjúkrunarfræðingar, sem starfa einnig sem klínískir kennarar, ekki greiðslur fyrir leiðbeiningu nema á spítalanum. Þeir taka við nemum, án þess að hafa um það val, því þetta er jú kennslusjúkrahús. Margir þeirra kvíða klíníska námstímabilinu vegna þess að í því felst gríðarlega aukið álag. Þá þurfa þeir ekki einungis að sinna áfram sínum hefðbundnu verkefnum og ábyrgð heldur bera þeir einnig ábyrgð á gjörðum nemans, auk þess að sjá til þess að neminn öðlist klíníska hæfni og leysi skólaverkefni sín, án nokkurrar þóknunar. Álagið hefur verið sérstaklega mikið á nemum, nýútskrifuðum og öðru starfsfólki í sumar vegna uppsagna og verkfalla hjúkrunarfræðinga og ennþá er mikil óvissa vegna þeirra uppsagna sem taka gildi 1. október nk. Ég skora því á stjórnvöld að veita Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og spítalanum fjárveitingu eyrnamerktri klínískri kennslu til að stuðla að öruggara starfsumhverfi svo að hjúkrunarnemar hætti að taka að sér of flókin verkefni, án nægilegs eftirlits, sökum anna á deildum sem gætu komið niður á öryggi sjúklinga. En atvik eða mistök í heilbrigðisþjónustu koma ekki einungis niður á sjúklingum heldur einnig þeim sem veldur og þeim sem verða vitni að. Því er til mikils að vinna með því að búa vel að nemendum á námstíma og fyrst eftir útskrift. Ekki ber að líta á nema sem ódýrt vinnuafl heldur framtíðarfjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Nemar þurfa að læra að synda. Hættum að henda þeim ósyndum út í djúpu laugina. Eða, setjum að lágmarki á þá kúta. Inga María Árnadóttir, Hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Landspítali-háskólasjúkrahús er kennslusjúkrahús sem þýðir að þar er veitt heilbrigðisþjónusta þar sem jafnframt er lögð áhersla á rannsóknir, þróun og kennslu. Þar eru nemar við störf í ýmsum heilbrigðisvísindagreinum en á því eru bæði kostir og gallar. Augljóst er að nemar eru enn að læra og geta því ekki talist til sjálfstæðra fagmanna með fulla ábyrgð. Því er algjörlega óraunhæft að gera kröfur til hjúkrunarfræðinema sem útskrifaðs hjúkrunarfræðings eða læknanema sem útskrifaðs læknis. Starfsleyfi eru fyrst gefin út eftir að einstaklingur lýkur námi og er það fyrst og fremst gert til að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Sumir skjólstæðingar þjónustunnar eru afar lánsamir og lenda á metnaðarfullum og samviskusömum nema sem er að vinna skólaverkefni og sinnir sjúklingi af mikilli samviskusemi. Neminn setur upp fyrsta flokks meðferð, studda nýjustu og bestu þekkingu, og veitir smæstu atriðum ómælda og (oftast) hálfvandræðalega mikla athygli og áhuga. Allt undir handleiðslu klínísks kennara og sprenglærðs starfsfólks. Þá getur viðvera nema á vinnustöðum oft virkað sem vítamínsprauta fyrir starfsfólkið því þeir færa með sér nýja sýn og áhugaverða þekkingu úr bóknáminu. En sami skjólstæðingur gæti líka orðið óheppinn og þurft að leggjast inn að sumri til. Þá fer þorri starfsfólksins í sumarleyfi og nemar eru ráðnir í afleysingar. Að vísu er gerð sú krafa að þrautreynt starfsfólk sé á vakt þegar nemar eru að störfum en þegar álagið verður of mikið á það til að gleymast að neminn, sem sker sig að litlu leyti úr hópi starfsfólksins utan seinlegra vinnubragða og stöku „bíddu ég skal spyrja“, hefur hvorki hæfni né leyfi til að axla þá ábyrgð sem oft lendir á herðum hans. Þegar síga fer á seinni hluta námsins fara nemendur að horfa fram í tímann og hugsa til þess hvað þeir þurfa að kunna þegar þeir verða fullgildir og útskrifaðir úr sínu námi. Óhjákvæmilega bæta nemendur á sig fleiri og flóknari verkefnum því sá tími þegar þeir fá starfsleyfið í hendurnar nálgast jú óðum. Þeir vilja m.ö.o. vera búnir undir fyrirséð álag og tilheyrandi aukna ábyrgð í starfi að lokinni útskrift. Hugsunin að verða að geta framkvæmt ákveðin verk upp á eigin spýtur eftir örfáa mánuði, tvær vikur eða jafnvel á morgun, þrýstir á nemann til að prófa sig og athuga hvar hann er staddur. Fái nemi ekki fullnægjandi handleiðslu eða stuðning getur það orðið til þess að hann taki of mikla áhættu í starfi, sem getur í verstu tilfellum bitnað á öryggi sjúklinga. Hversu langt á veg sem nemi er kominn í náminu, hvort sem hann er að sinna sjúklingum sem starfsmaður eða nemandi, þarf ætíð að vera aðili á vakt sem er meðvitaður um ábyrgð sína gagnvart nemanum. Því þurfa aðstæður í vinnuumhverfinu að vera til þess fallnar að sá aðili hafi svigrúm til að fylgja nemanum eftir. Eins og staðan er í dag fá hjúkrunarfræðingar, sem starfa einnig sem klínískir kennarar, ekki greiðslur fyrir leiðbeiningu nema á spítalanum. Þeir taka við nemum, án þess að hafa um það val, því þetta er jú kennslusjúkrahús. Margir þeirra kvíða klíníska námstímabilinu vegna þess að í því felst gríðarlega aukið álag. Þá þurfa þeir ekki einungis að sinna áfram sínum hefðbundnu verkefnum og ábyrgð heldur bera þeir einnig ábyrgð á gjörðum nemans, auk þess að sjá til þess að neminn öðlist klíníska hæfni og leysi skólaverkefni sín, án nokkurrar þóknunar. Álagið hefur verið sérstaklega mikið á nemum, nýútskrifuðum og öðru starfsfólki í sumar vegna uppsagna og verkfalla hjúkrunarfræðinga og ennþá er mikil óvissa vegna þeirra uppsagna sem taka gildi 1. október nk. Ég skora því á stjórnvöld að veita Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og spítalanum fjárveitingu eyrnamerktri klínískri kennslu til að stuðla að öruggara starfsumhverfi svo að hjúkrunarnemar hætti að taka að sér of flókin verkefni, án nægilegs eftirlits, sökum anna á deildum sem gætu komið niður á öryggi sjúklinga. En atvik eða mistök í heilbrigðisþjónustu koma ekki einungis niður á sjúklingum heldur einnig þeim sem veldur og þeim sem verða vitni að. Því er til mikils að vinna með því að búa vel að nemendum á námstíma og fyrst eftir útskrift. Ekki ber að líta á nema sem ódýrt vinnuafl heldur framtíðarfjárfestingu í heilbrigðiskerfinu. Nemar þurfa að læra að synda. Hættum að henda þeim ósyndum út í djúpu laugina. Eða, setjum að lágmarki á þá kúta. Inga María Árnadóttir, Hagsmunafulltrúi hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun