Inntaka nemenda í framhaldsskóla Tryggvi Gíslason skrifar 21. september 2015 07:00 Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.Stjórnsýslustofnun Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skipuð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.Hæfnismat Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Menntamálastofnun.Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðuneytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálfstæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nemenda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.Stjórnsýslustofnun Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skipuð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.Hæfnismat Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Menntamálastofnun.Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðuneytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálfstæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nemenda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun