Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. september 2015 07:00 Svokölluð leikfangaganga sem farin er í Gvatemala árlega vegna týndra barna. Foreldrar og aðstandendur krefjast aðgerða gegn mannránum og mansali barna. Vísir/EPA Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“ Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir lítinn stuðning við málaflokkinn. Tekið er fram í skýrslunni að hér á landi skorti þjálfun til þess að greina mansal í hópi vegalausra barna og hælisleitenda. Þá skorti sérhæfða þjónustu til barna og karla sem eru grunuð fórnarlömb mansals.Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir í sumum tilfellum gripið til þess að framvísa röngum gögnum til þess að hjálpa börnum til landsins úr erfiðum aðstæðum. Fréttablaðið/StefánFólk getur hafnað DNA-greiningu Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir lögreglu og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart þegar grunur vaknar um að vegalaus börn séu flutt til landsins án fjölskyldutengsla. Stofnunin sjálf getur kallað fólk í viðtal og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika. Fólki er hins vegar ekki skylt að gangast undir slík próf og getur hafnað slíkri beiðni. Í þeim tilfellum þarf lögregla að fylgja eftir óskum um DNA-greiningu. „Útlendingastofnun hefur haft samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld þegar stofnunina grunar að aðstæður barns séu ekki eins og framlögð gögn bera með sér. Jafnframt þegar börn eru vegalaus, þ.e. án forsjáraðila. Útlendingastofnun hefur jafnframt kallað fólk í viðtöl og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika.“Röngum gögnum framvísað til að hjálpa börnum Þorsteinn segir ekki hafa verið staðfest í neinu máli að börn hafi verið flutt til landsins til nýtingar af einhverju tagi. Hins vegar hafi verið staðfest að börn hafi verið flutt til landsins á grundvelli rangra upplýsinga. Til dæmis rangra forsjárgagna eða fæðingarvottorða. Þá segir hann að það hafi komið upp mál þar sem ljóst sé að gripið hefur verið til þessara ráða til að bjarga börnum úr erfiðum aðstæðum. „Ekki er alltaf grunur um misnotkun eða nýtingu á börnunum. Það hafa komið upp mál þar sem aðstæður eru þannig að frekar sé verið að hjálpa börnunum eða verið sé að reyna að komast fram hjá reglum um ættleiðingar. Útlendingastofnun leggur alltaf áherslu á að fullnægjandi gögn þurfa að vera til staðar í öllum málum og sérstaklega í málum barna. Ekki er öruggt að þeir sem hafa lögformlega forsjá yfir barni erlendis hafi gefið samþykki sitt þó að barn dveljist hjá ættingjum hér á landi. Því er afar mikilvægt að fullnægjandi gögn séu alltaf lögð fram í málum barna og að vandað sé til yfirferðar umsókna.“Barnaverndaryfirvöld fá forsjá barnanna Þegar kviknar grunur um að vegalaus börn dveljist hér á landi hefur barnavernd hlutast til um vistun barnsins og getur sótt um dvalarleyfi fyrir þeirra hönd. „Þegar ljóst er að þeir aðilar sem flutt hafa barnið hingað til lands eru ekki með lögformlega forsjá verða barnaverndaryfirvöld að taka forsjána yfir. Útlendingastofnun vísar frá dvalarleyfisumsóknum fyrir börn þegar sá sem leggur fram umsóknina hefur ekki til þess lögformlega heimild. Því er mikilvægt að barnaverndaryfirvöld bregðist skjótt við svo unnt sé að veita börnum í þessari stöðu dvalarleyfi á meðan verið er að vinna í málum þeirra hjá stjórnvöldum.“Skortur á fræðslu og þjálfun Þorsteinn segir hingað til hafi skort viðunandi fræðslu og þjálfun í málaflokknum. Það helgist fyrst og fremst af fjárskorti. „Fræðsla sem fræðsluhópur á vegum innanríkisráðuneytisins hefur sinnt síðustu mánuði hefur þó skilað gríðarlegum árangri og er ljóst að sú mikla vitundarvakning er að stærstum hluta að þakka þeim einstaklingum sem þar fara fremstir í flokki.“Mögulegar ástæður þess að börnum er smyglað til landsinsÖrþrifaráð til þess að koma börnum úr erfiðum aðstæðum í heimalandinuÓlögleg ættleiðingTil þess að selja þau í vændiTil þess að nýta þau í vinnuTil hagnýtingar í aðrar tegundir mansals; peningaþvætti og fíkniefnainnflutning*Heimild: Unicef: Understanding the causes of child trafficking as a precondition for preventionJohn Kerry.vísir/apHvað ef þetta væri einhver þér nákominn?John Kerry kynnti nýja skýrslu um mansal í heiminum þann 27. júlí sl. Við það tækifæri minnti hann á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“Í skýrslunni eru gerðar athugasemdir við framkvæmd aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Þá er sérstaklega tekið fram að það skorti úrræði fyrir fórnarlömb mansals á barnsaldri og þekkingu til þess að bera kennsl á þau. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“ Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir lítinn stuðning við málaflokkinn. Tekið er fram í skýrslunni að hér á landi skorti þjálfun til þess að greina mansal í hópi vegalausra barna og hælisleitenda. Þá skorti sérhæfða þjónustu til barna og karla sem eru grunuð fórnarlömb mansals.Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir í sumum tilfellum gripið til þess að framvísa röngum gögnum til þess að hjálpa börnum til landsins úr erfiðum aðstæðum. Fréttablaðið/StefánFólk getur hafnað DNA-greiningu Þorsteinn Gunnarsson hjá Útlendingastofnun segir lögreglu og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart þegar grunur vaknar um að vegalaus börn séu flutt til landsins án fjölskyldutengsla. Stofnunin sjálf getur kallað fólk í viðtal og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika. Fólki er hins vegar ekki skylt að gangast undir slík próf og getur hafnað slíkri beiðni. Í þeim tilfellum þarf lögregla að fylgja eftir óskum um DNA-greiningu. „Útlendingastofnun hefur haft samband við lögreglu og barnaverndaryfirvöld þegar stofnunina grunar að aðstæður barns séu ekki eins og framlögð gögn bera með sér. Jafnframt þegar börn eru vegalaus, þ.e. án forsjáraðila. Útlendingastofnun hefur jafnframt kallað fólk í viðtöl og óskað eftir rannsóknum á erfðaefni til að sýna fram á skyldleika.“Röngum gögnum framvísað til að hjálpa börnum Þorsteinn segir ekki hafa verið staðfest í neinu máli að börn hafi verið flutt til landsins til nýtingar af einhverju tagi. Hins vegar hafi verið staðfest að börn hafi verið flutt til landsins á grundvelli rangra upplýsinga. Til dæmis rangra forsjárgagna eða fæðingarvottorða. Þá segir hann að það hafi komið upp mál þar sem ljóst sé að gripið hefur verið til þessara ráða til að bjarga börnum úr erfiðum aðstæðum. „Ekki er alltaf grunur um misnotkun eða nýtingu á börnunum. Það hafa komið upp mál þar sem aðstæður eru þannig að frekar sé verið að hjálpa börnunum eða verið sé að reyna að komast fram hjá reglum um ættleiðingar. Útlendingastofnun leggur alltaf áherslu á að fullnægjandi gögn þurfa að vera til staðar í öllum málum og sérstaklega í málum barna. Ekki er öruggt að þeir sem hafa lögformlega forsjá yfir barni erlendis hafi gefið samþykki sitt þó að barn dveljist hjá ættingjum hér á landi. Því er afar mikilvægt að fullnægjandi gögn séu alltaf lögð fram í málum barna og að vandað sé til yfirferðar umsókna.“Barnaverndaryfirvöld fá forsjá barnanna Þegar kviknar grunur um að vegalaus börn dveljist hér á landi hefur barnavernd hlutast til um vistun barnsins og getur sótt um dvalarleyfi fyrir þeirra hönd. „Þegar ljóst er að þeir aðilar sem flutt hafa barnið hingað til lands eru ekki með lögformlega forsjá verða barnaverndaryfirvöld að taka forsjána yfir. Útlendingastofnun vísar frá dvalarleyfisumsóknum fyrir börn þegar sá sem leggur fram umsóknina hefur ekki til þess lögformlega heimild. Því er mikilvægt að barnaverndaryfirvöld bregðist skjótt við svo unnt sé að veita börnum í þessari stöðu dvalarleyfi á meðan verið er að vinna í málum þeirra hjá stjórnvöldum.“Skortur á fræðslu og þjálfun Þorsteinn segir hingað til hafi skort viðunandi fræðslu og þjálfun í málaflokknum. Það helgist fyrst og fremst af fjárskorti. „Fræðsla sem fræðsluhópur á vegum innanríkisráðuneytisins hefur sinnt síðustu mánuði hefur þó skilað gríðarlegum árangri og er ljóst að sú mikla vitundarvakning er að stærstum hluta að þakka þeim einstaklingum sem þar fara fremstir í flokki.“Mögulegar ástæður þess að börnum er smyglað til landsinsÖrþrifaráð til þess að koma börnum úr erfiðum aðstæðum í heimalandinuÓlögleg ættleiðingTil þess að selja þau í vændiTil þess að nýta þau í vinnuTil hagnýtingar í aðrar tegundir mansals; peningaþvætti og fíkniefnainnflutning*Heimild: Unicef: Understanding the causes of child trafficking as a precondition for preventionJohn Kerry.vísir/apHvað ef þetta væri einhver þér nákominn?John Kerry kynnti nýja skýrslu um mansal í heiminum þann 27. júlí sl. Við það tækifæri minnti hann á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“Í skýrslunni eru gerðar athugasemdir við framkvæmd aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Þá er sérstaklega tekið fram að það skorti úrræði fyrir fórnarlömb mansals á barnsaldri og þekkingu til þess að bera kennsl á þau.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira