Apple fjarlægir hundruð af sýktum smáforritum úr App Store Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2015 10:19 Rekja má sýktu smáforritin til Kína. Vísir/Getty Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína. Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð. Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store. Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru. Tækni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína. Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð. Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store. Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru.
Tækni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira