Milljón rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar seldir Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2015 12:57 Nissan Leaf bílar eru 20% þessara milljón bíla flota heimsins. Það markar nokkur tímamót að nú hafa selst yfir 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid) í heiminum. Ef þeim væri öllum lagt í beinni línu næði hún frá New York til Los Angeles. Af þessum milljón bílum eru 62% hreinræktaðir rafmagsnbílar og 38% tengiltvinnbílar. Þriðjungur þeirra allra er að finna í Bandaríkjunum, 15% þeirra í Kína og 12% í Japan. Athygli vekur að fimmti stærsti flotinn er í Noregi, en þar eru þeir líka flestir hlutfallslega ef horft er á allan bílaflota landanna. Þar má nú finna 66.000 slíka bíla. Þessir milljón bílar eru fremir nýir og helmingur þeirra hefur verið keyptur síðastliðna 14 mánuði. Það sem meira er þá tók það helmingi styttri tíma fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla að ná milljón bíla markinu en Hybrid bílum tókst fyrir um áratug síðan. Hybrid bílar hlaða eingöngu hreyfiorku bíla inná rafgeyma sína en Plug-In-Hybrid bílum er stungið í samband við heimilisrafmagn. Af þessum milljón bílum eru Nissan leaf bílar 20% þeirra og Chevrolet Volt 10%. Næst á eftir þeim koma svo Tesla Model S, Toyota Prius Plug-In-Hybrid og Mitsubishi Outlander Plug-In-Hybrid. Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent
Það markar nokkur tímamót að nú hafa selst yfir 1 milljón rafmagns- og tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid) í heiminum. Ef þeim væri öllum lagt í beinni línu næði hún frá New York til Los Angeles. Af þessum milljón bílum eru 62% hreinræktaðir rafmagsnbílar og 38% tengiltvinnbílar. Þriðjungur þeirra allra er að finna í Bandaríkjunum, 15% þeirra í Kína og 12% í Japan. Athygli vekur að fimmti stærsti flotinn er í Noregi, en þar eru þeir líka flestir hlutfallslega ef horft er á allan bílaflota landanna. Þar má nú finna 66.000 slíka bíla. Þessir milljón bílar eru fremir nýir og helmingur þeirra hefur verið keyptur síðastliðna 14 mánuði. Það sem meira er þá tók það helmingi styttri tíma fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla að ná milljón bíla markinu en Hybrid bílum tókst fyrir um áratug síðan. Hybrid bílar hlaða eingöngu hreyfiorku bíla inná rafgeyma sína en Plug-In-Hybrid bílum er stungið í samband við heimilisrafmagn. Af þessum milljón bílum eru Nissan leaf bílar 20% þeirra og Chevrolet Volt 10%. Næst á eftir þeim koma svo Tesla Model S, Toyota Prius Plug-In-Hybrid og Mitsubishi Outlander Plug-In-Hybrid.
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent