Þingmaðurinn og páfinn Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2015 07:00 Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm. Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“ Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm. Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð. Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun. Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum. Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni. Ég er honum sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm. Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“ Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm. Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð. Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun. Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum. Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni. Ég er honum sammála.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun