Ekki er allt sem sýnist hjá kvennaliði Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 22:30 Whitney Frazier Mynd/Youtube.com/Talking Tech Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Hin bandaríska Whitney Frazier hefur nefnilega spilað tvo fyrstu leiki sína á Íslandi undir fölsku flaggi eins og blaðamaður Grindavík.is skrifaði um á síðu sinni. „Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Býsna gott fyrir 35 ára gamlan leikmann sem hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár," segir í greininni á Grindavík.is og þar kemur ennfremur fram: „Blaðamaður Grindavík.is fór á stúfana og spurðist fyrir um málið. Stefanía, sem er einn af betri leikmönnum í sögu liðsins og efst í fjölmörgum tölfræðiþáttum, er því miður ekki að koma með "comeback". Í ljós kom að um einhverskonar villu í tölfræðigrunni kki.is er að ræða. Leikmaðurinn sem hlóð í þessa rosalegu tölfræðilínu er hin bandaríska Whitney Frazier sem mun væntanlega leika með liðinu í vetur." Þessi grein á Grindavík.is var skrifuð eftir fyrsta leik Grindavíkur en í kvöld var fyrrnefnd Stefanía Helga Ásmundsdóttir mætt á ný í leik Þórs og Grindavíkur fyrir norðan. Að þessu sinni var hún með 22 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.Meðaltöl Stefaníu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ eru því 22,0 stig, 10,5 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 5,0 stolnir boltar. Hvort Whitney Frazier sé ekki komin með leikheimild eða hvort að hún ætli að taka upp nafn Stefaníu hér á landi er ekki vitað en það ætlar í það minnsta að ganga illa hjá henni að spila undir sínu rétta nafni. Á meðan bætir Stefanía við sig fullt af stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum og ferilskráin verður glæsilegri með hverjum leik Grindavíkurliðsins. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Grindavíkurkonur hafa unnið tvo flotta sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ og athygli hefur vakið að Stefanía Helga Ásmundsdóttir hefur verið stigahæsti leikmaður liðsins í báðum leikjum. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist. Hin bandaríska Whitney Frazier hefur nefnilega spilað tvo fyrstu leiki sína á Íslandi undir fölsku flaggi eins og blaðamaður Grindavík.is skrifaði um á síðu sinni. „Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Býsna gott fyrir 35 ára gamlan leikmann sem hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár," segir í greininni á Grindavík.is og þar kemur ennfremur fram: „Blaðamaður Grindavík.is fór á stúfana og spurðist fyrir um málið. Stefanía, sem er einn af betri leikmönnum í sögu liðsins og efst í fjölmörgum tölfræðiþáttum, er því miður ekki að koma með "comeback". Í ljós kom að um einhverskonar villu í tölfræðigrunni kki.is er að ræða. Leikmaðurinn sem hlóð í þessa rosalegu tölfræðilínu er hin bandaríska Whitney Frazier sem mun væntanlega leika með liðinu í vetur." Þessi grein á Grindavík.is var skrifuð eftir fyrsta leik Grindavíkur en í kvöld var fyrrnefnd Stefanía Helga Ásmundsdóttir mætt á ný í leik Þórs og Grindavíkur fyrir norðan. Að þessu sinni var hún með 22 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.Meðaltöl Stefaníu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins samkvæmt tölfræðigrunni KKÍ eru því 22,0 stig, 10,5 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 5,0 stolnir boltar. Hvort Whitney Frazier sé ekki komin með leikheimild eða hvort að hún ætli að taka upp nafn Stefaníu hér á landi er ekki vitað en það ætlar í það minnsta að ganga illa hjá henni að spila undir sínu rétta nafni. Á meðan bætir Stefanía við sig fullt af stigum, fráköstum, stoðsendingum og stolnum boltum og ferilskráin verður glæsilegri með hverjum leik Grindavíkurliðsins.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira