Rakel um nýja hlutverkið: Er skemmtilegt verkefni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 12:00 Rakel á ferðinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/anton Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks, var í nýju hlutverki þegar Ísland mætti Slóvakíu í vináttulandsleik á fimmtudaginn.Ísland vann leikinn 4-1 en Rakel lék fyrri hálfleikinn í stöðu hægri bakvarðar. Hún er vanari því að spila framar á vellinum en kann þó ágætlega við sig í þessari nýju stöðu. „Jú, ég er ekki mjög reynd í þessari stöðu. Þegar Siggi Raggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) var landsliðsþjálfari spilaði ég ca. 10 leiki í þessari stöðu en ég hef ekkert spilað hana með þeim félagsliðum sem ég hef verið hjá. „Þetta er skemmtilegt verkefni,“ sagði Rakel sem býr yfir ágætis aðlögunarhæfni en hún spilaði nýja stöðu með Breiðabliki í sumar, sem annar af tveimur aftari miðjumönnum í leikkerfinu 4-2-3-1 og gerði það vel. Leikurinn við Slóvakíu var liður í undirbúningum fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld en íslenska liðið stefnir á að vinna sinn riðil í undankeppninni. „Tilfinningin er góð og við erum spenntar fyrir því að byrja þessa keppni,“ sagði Rakel en hvað getur íslenska liðið bætt frá Slóvakíu-leiknum? „Við getum bætt ýmislegt. Það var langt síðan við komum saman fyrir þennan leik og þetta var smá próf fyrir okkur. Við fundum alveg nokkra veikleika sem við getum bætt.“Rakel lyftir Íslandsbikarnum sem Breiðablik vann eftir 10 ára bið.vísir/daníel þórRakel lék alla 18 leikina þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari í sumar, í fyrsta sinn í áratug. Hún er að vonum ánægð með tímabilið en Blikar unnu 16 af 18 deildarleikjum sínum og fengu aðeins á sig fjögur mörk. „Þetta var mjög gott tímabil og við vorum mjög sáttar með það,“ sagði Rakel en hver var lykilinn að þessum árangri Kópavogsliðsins í sumar? „Við spiluðum mjög góðan varnarleik sem sést á því að við fengum aðeins fjögur mörk á okkur. Svo fengum við til okkar reynslumikla leikmenn sem gerðu gæfumuninn. Þær komu með reynslu og ró í liðið,“ sagði Rakel og átti þar við þær Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttir sem gengu til liðs við Breiðablik frá Val fyrir tímabilið. Rakel á von á því að leika áfram með Breiðabliki. „Já, ég er með samning út næsta ár og það bendir allt til þess að ég verði áfram, allavega eins og staðan er núna,“ sagði Rakel að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira