Ný tækni gæti gert Facebook kleift að fylgjast betur með þér Bjarki Ármannsson skrifar 22. september 2015 22:43 Facebook hefur sótt um einkaleyfi á aðferð til að teikna upp „fingrafar“ myndavélar þinnar. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook sótti í byrjun árs um einkaleyfi á aðferð til þess að rekja uppruna mynda sem settar eru inn á vefinn. Aðferðin felst í því að skoða myndir notenda til að átta sig á einkennum myndavélanna sem þær voru teknar á, til dæmis rispum á linsu eða óvenjulegri stöðu pixla. Þannig má segja að Facebook gæti búið til nokkurskonar „fingrafar“ af myndavélinni og til dæmis tekið eftir því ef tveir ólíkir notendur setja inn myndir sem teknar eru á sömu myndavél.Í frétt Business Insider í Bretlandi er nokkuð óhugnanleg ályktun dregin út frá þessu, nefnilega að Facebook geti rakið mynd sem þú tekur á símann þinn eða myndavél til þín jafnvel þó þú sýnir ekki andlit þitt eða muni í þinni eigu á myndinni. Þetta er jafnframt hægt að gera þó þú fjarlægir hefðbundin lýsigögn (e. metadata) af myndunum. Facebook segir sjálft að þessari aðferð mætti til dæmis beita til að átta sig á því hvort tveir notendur þekkist svo hægt sé að stinga upp á vinskap milli þeirra. Einnig gæti tæknin nýst við að sía út notendur sem síðan hefur sett í bann og þeir opnað nýjar síður undir öðru nafni. Samkvæmt Business Insider virðist Facebook ekki enn hafa tekið aðferðina upp og ekki er í raun víst að það verði nokkurn tímann gert. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook sótti í byrjun árs um einkaleyfi á aðferð til þess að rekja uppruna mynda sem settar eru inn á vefinn. Aðferðin felst í því að skoða myndir notenda til að átta sig á einkennum myndavélanna sem þær voru teknar á, til dæmis rispum á linsu eða óvenjulegri stöðu pixla. Þannig má segja að Facebook gæti búið til nokkurskonar „fingrafar“ af myndavélinni og til dæmis tekið eftir því ef tveir ólíkir notendur setja inn myndir sem teknar eru á sömu myndavél.Í frétt Business Insider í Bretlandi er nokkuð óhugnanleg ályktun dregin út frá þessu, nefnilega að Facebook geti rakið mynd sem þú tekur á símann þinn eða myndavél til þín jafnvel þó þú sýnir ekki andlit þitt eða muni í þinni eigu á myndinni. Þetta er jafnframt hægt að gera þó þú fjarlægir hefðbundin lýsigögn (e. metadata) af myndunum. Facebook segir sjálft að þessari aðferð mætti til dæmis beita til að átta sig á því hvort tveir notendur þekkist svo hægt sé að stinga upp á vinskap milli þeirra. Einnig gæti tæknin nýst við að sía út notendur sem síðan hefur sett í bann og þeir opnað nýjar síður undir öðru nafni. Samkvæmt Business Insider virðist Facebook ekki enn hafa tekið aðferðina upp og ekki er í raun víst að það verði nokkurn tímann gert.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira