„Alvarlegt brot á samningi ef Bonneau kom meiddur til landsins“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 11:30 Stefan Bonneau var besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að hann kom í deildina í fyrra. vísir/vilhelm Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira