Dapurleg viðbrögð við ályktun borgarstjórnar Einar Ólafsson skrifar 23. september 2015 13:21 Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman.
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun