Jonathan Glenn líklega á leið til Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 13:00 Jonathan Glenn er búinn að skora ellefu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/anton Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er Jonathan Glenn, framherji Breiðabliks, á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström eftir tímabilið í Pepsi-deildinni. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, er þjálfari Lilleström og vill fá Glenn til sín, en heimildir Vísis herma að samningaviðræður milli félagsins og Glenns séu vel á veg komnar. „Ég vissi að Lilleström vildi fá hann í sumar en ÍBV var ekki tilbúið að láta hann fara fyrir ekki neitt. Þess vegna kom hann til okkar. Það kæmi mér ekkert á óvart að Lilleström sé að reyna við hann aftur núna. Ég heyrði af þessu síðast í gær, en ég get ekkert staðfest,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. „Glenn lagði mikla áherslu á að hann væri laus eftir tímabilið þegar hann samdi við okkur og við vorum ekki í neinni stöðu til að vera með neinar kröfur. Markmið hans var að komast út og þannig kemur mér ekkert á óvart ef eitthvað er að gerast þeirra á milli.“Arnar Grétarsson.vísir/stefán„Við vorum bara fegnir að geta nýtt krafta hans. Hann hefur spilað vel fyrir okkur og líka landsliðið sem skiptir máli. Við óskum honum bara alls hins besta ef hann er á förum eftir tímabilið. Það dreymir alla um að spila í sterkari deild en hér heima, með fullri virðingu fyrir okkar deild,“ segir Arnar. Glenn hóf tímabilið með ÍBV og skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum áður en hann skipti óvænt til Breiðabliks á lokadegi félagaskipta. Trínidadinn hefur slegið í gegn í Kópavoginum og skorað átta mörk í sjö leikjum. Rúnar Kristinsson er í 9. sæti af 16 liðum í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af deildinni, en með liðinu spila tveir Blikar; Finnur Orri Margeirsson og Árni Vilhjálmsson.Gary Martin gæti verið á leið frá KR.Gary Martin á listanum Fari Glenn frá Breiðabliki, eins og allt stefnir í, þarf Arnar Grétarsson að styrkja hjá sér framlínuna fyrir næsta tímabil. „Við erum að skoða okkar mál,“ segir hann. Gary Martin, framherji KR, er leikmaður sem Breiðablik reyndi að fá í glugganum en tókst ekki að fá. Martin er virkilega ósáttur með stöðu sína í Vesturbænum og gæti verið á leið frá KR eftir tímabilið. „Við ætlum bara að skoða alla þessa gaura sem eru lausir. Framherjastaðan er klárlega sú staða sem við þurfum að styrkja,“ segir Arnar. „Gary Martin er einn af þeim leikmönnum sem koma til greina. Hann er leikmaður sem hefur sannað sig hér á Íslandi. Við erum ekkert búnir að taka afstöðu til þessa mál, en hann er á listanum yfir framherja sem við ætlum að skoða eftir tímabilið,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira