Sérfræðingar telja að milli 12 og 13 milljónir eintaka verði seld fyrstu helgina, samkvæmt grein Reuters. Forsala á netinu gekk svo vel að síminn seldist upp áður en hann var kominn í búðir. En síminn var kynntur þann 9. september síðastliðinn.

Apple býst við því að nýju símarnir munu slá sölumet sem sett voru í fyrra þegar iPhone 6 símarnir fóru í sölu. Samkvæmt Reuters, segja forsvarsmenn Apple að einungis lítill hluti viðskiptavina þeirra hafa uppfært í iPhone 6. Því búast þeir við að margir muni einfaldlega fara beint í 6s.
Raðir hafa myndast víða eins og áður hefur komið fram en rætt er við Sam Shaikh á vef Guardian, sem hafði beðið í röð frá því á mánudagsmorgun til þess að vera fyrstur til að kaupa síma. Hann segist einnig hafa verið með þeim fyrstu í fyrra.