Aukin vinnuþjarkavæðing gæti flutt störf frá Kína til vesturlanda Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2015 11:13 Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent
Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent