Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2015 13:22 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“ Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“
Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05
Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00
Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent